________________________ Is it coz I'm black ___________________
mars 28, 2002
21:42


Holiday
OHHH þetta er svo ljúft að vera í fríi....verst hvað það er stutt og hvað maður verður að vera duglegur...en nóg um það.....
gærdagurinn var algjör snilld...við fórum í blak og fótbolta...við stelpurnar töpuðum í báðum greinum og urðum því að fara úr að ofan:Þ en það var sko þess virði að sjá strákana verða asnalega....síðan horfðum við á vini og borðuðum sóðalegan mat...síðan fórum við í sund og enduðum kvöldið á actionary....þar sem við stelpurnar (ég og edda á móti 4 strákum) töpuðum naumlega...eftir að hafa verið yfir allan tíman!!! Well any way er að fara að gera pottinn ready....erum sko að fara í hann í kvöld...geðveikt veður og sonna....
Já og síðan var saumó hjá lísu á þriðjudaginn...geðveikt stuð!!!
later
ViktorjanInDaHouse
|


mars 26, 2002
00:34


Upside down
Ja hérna jón Sko Óskarinn var algjört flopp...ég horfði á hann af því að mig langaði svo að sjá þakka ræðuna hennar Nicole Kidman (þar sem ég hélt að það væri 100% að hún myndi vinna) en NEI þá vinnur Halle Berry og ég er SVO hneyksluð.....sko ég nenni varla að skrifa meira um þetta því þetta var bara allt glatað nema þegar Moulin Rouge og Lord of the rings vann og sonna...því það voru bestu myndirnar.....hélt reyndar aðeins meira með moulin rouge því álfurinn minn í Lordinu var náttlega ekki tilnefndur og var þarna barsta ekki!!! En annars var umgjörðin og allt hitt alveg svakalega fínt...kjólarnir virkilega flottir þó sérstaklega kjóllinn hjá Cameron Diaz, Nicole Kidman, Halle Berry, Renee Zellweger og Kate Winslet...sem voru allar í mjög fallegum kjólum....en síðan var Jennifer Lopes í áberandi versta kjólnum og með VERSTU hárgreiðslu sem ég hef séð lengi!!! hvernig er hægt að vera svona hallærisleg ég bara spyr???En fyrir þá sem vilja skoða kjólana betur mæli ég með þessu:) Síðan er líka gaman að skoða þetta en þetta eru best og verstu kjólar óskars sl. tíu ár...takið sérstaklega vel eftir hræðilega kjólnum hennar Cher....
en já síðan var ungfrú Ísland.is um helgina ég horfði nú reyndar ekki á þetta þar sem ég hafði öðrum hnöppum að hneppa en aðallega samt að borða ljúffengan mat sem strákarnir höfðu eldað, big ups fyrir það...þið eruð algjörar dúllur (ég nefni þó engin nöfn til að gera engan feimin) þannig ég hef enga skoðun á þessari stúlkur sem vann þó heyrðist mér á fólki að þessi númer tvö væri sætari...en ég barasta veit ekki....
jæja mar ég er farin að sofa....
ViktorjanInDaHouse
|


mars 23, 2002
15:12


Yes please
ViktorjanInDaHouse
|



12:25


Another Perfect Day
Já greiningin var víst ekki mössuð í gær en við gátum þó hálft dæmi!!! En síðan fórum við að spila Viltu vinna milljón og það var barasta ömurlegasta spil sem ég hef farið í (okey kannski ekki ömurlegasta en það var nokkuð ömurlegt)....og síðan fórum ég og siggi í síðustu verklegu tilraunina okkar EVER!!! ohh hvað það var ljúft..síðan verða vinnubækurnar massaðar á mánudaginn og síðan er ég og edda búnar að ákvað að gera skýrslu um RCL-rásir...hljómar spennandi - ég veit!!!
Síðan fer páskafríðið að koma ...jibbý..og erum við búin að plana chill dag aldarinnar næsta miðvikudag..við ætlum að byrja á því að skora á strákana í blak og fótbolta (það lið sem fær fyrsta markið á sig verður að fara úr bolunum!!!) og síðan ætlum við að glápa á friends...síðan ætlum við í bláa lónið og síðan horfa á meiri friends (eða bara eitthvað) ætli við endum þetta ekki síðan með því að elda (eða kaupa okkur eitthvað djúsý) og spila!!!
Síðan verður náttlega eitthvað um djamm og sonna....
Síðan í tilefni af því að Haukur og Egill fóru á Lord of the rings aftur hef ég ákveðið að birta tvær myndir af elskunni minni.....önnur er af honum í álfabúningnum (sem er by the way very hot indeed) og síðan af honum venjulegum - það er bara eitthvað við þennan gaur sem ég fíla geðveikt!!!


Já og síðan má ekki gleyma að minnast á matarboðið hjá agli sem verður örugglega alveg glimrandi (þetta er í raun fyrsta skipti sem strákarnir tóku af skarið og skipulögðu, já eða eitthvað solleiðis)...þannig það er bara geðveikt kúl...
En jæja ég er að fara að læra...jibbý!!!
ViktorjanInDaHouse
|


mars 22, 2002
01:50


What a wonderful life
Já..þessi vika er búin að vera alveg brilll...það var frí í líkogtöl í morgun og síðan verður frí í burðarþolsfræði á morgun....sem þýðir að ég þarf ekki að mæta fyrr en fjögur:)..jibbý
Síðan var kvöldið í kvöld alveg eðal...við ákváðum þar sem við vorum búin að massa allt (já og þá meina ég ALLT) að taka okkur gott fríkvöld....og hve gott var það??? Fyrst horfðum við á Friends (7.seríu af því að við verðum víst að klára hana áður en við förum yfir í áttundu sem verður tekin í páskafríinu) síðan fórum við í heita pottinn minn og það var bara gott veðrið og alveg einstaklega gott að liggja þarna í makindum sínum og hlusta á Elton John og horfa á stjörnurnar og kjafta...yes splendid indeed..það er ljóst hvað við verðum að gera í sumar:)
Jamsí dams en núna verð ég að fara að lúlla.....ætla að reyna að massa eitthvað skemmtilegt á morgun....
ViktorjanInDaHouse
|


mars 20, 2002
12:18


Roger that
Já ég kíkti í bíó í gær á blawk hawk down...og hún var alveg mögnuð...alveg svakalega áhrifarík en samt ekkert að gera bandaríkjamennina sem einhverjar brjálaðar hetjur (pearl harbor) þannig ég var mjög ánægð...ég reyndar vonaðist eftir meira magni af berum kroppum en fékk í staðinn svona body parts...það var kannski ekkert spes en þessi mynd er mögnuð....mæli hiklaust með henni...
Síðan var ég geðveikt glötuð í gær og ákvað að fara í líkamræktar tíma ... sem sé erobik.. og ég hef ekki farið í svoleiðis tíma síðan ég var tólf eða eitthvað og vitið þið hvað...þetta var hræðilegt...ég gat ekki nein sport (þau voru líka ógeðslega erfið) og síðan var maðurinn með ömurlega tónlist og ég náði engum takti við hana heldur...það endaði náttlega með því að ég gekk út og fór að hlaupa í staðinn....síðan fór ég inn aftur þegar hann fór að lyfta en honum tókst að klúðra því líka!!! og magaæfingarnar voru alveg glataðar...sem sé ÖMURLEGT!!! ég ætla sko í body pump næst það er nokkuð ljóst...það varð mér reyndar til ómældrar ánægju að gaurinn sem var að kenna hann leit alveg nákvæmlega út eins og gaur í Star trek...sem sé þessi......

Og það var alveg ógeðslega fyndið........
ViktorjanInDaHouse
|


mars 19, 2002
00:23


I'm a Survivor
Já eftir erfiða eðlisfræði tilraun fannst mér ég eiga það skilið að horfa á fyrsta þáttinn í Survivor...og OH MY GOD....ég held að keppendurnir hafi aldrei verið jafn mikið saman safn af leiðinlegu og heimsku fólki!!! Samt þessi Rob gaur hann var nú samt heimskastur af þeim öllum, ég held bara svei mér þá að það hafi vantað nokkra kafla í hann!!! Síðan var enginn svona áberandi hönk (eins og Colby, Silas, Ethan og Greg (man ekki alveg hvað hönkinn hét í fyrstu seríunni) ) sem maður gæti haldið með!!! æjji ég veit ekki hvort ég nenni að horfa á þessa þætti áfram...ég ætla að athuga hvernig næstu þættir verða og ef þeir sökka þá er ég bókað hætt að horfa á þetta!! og bind traust mitt við aðra þætti!!! (eða body pump sem er á sama tíma:)) En síðan gladdi það mitt litla hjarta að við náðum að klára skiladæmin í greiningu og lík og töl í kvöld....sem þýðir að vikan verður þolanlegri...það bíður mín nú samt glaðningur á föstudaginn frá fjögur til sjö.....síðasta verklega tilraunin mín í eðlisfræði...ég get ekki beðið og ætli ég fagni því ekki með því að gera skiladæmin í greiningu síðar um kvöldið!!
En vá síðan er bara páskafríið að koma og síðan var ég að telja það eru barasta akkúrat 53 dagar þangað til að við erum alveg búin í skólanum.....jibbý.....
Já og síðan er þetta algjör snilld....egill þú ert æði:)
En núna er ég sko farin að sofa.....
ViktorjanInDaHouse
|


mars 18, 2002
01:52


Don't go chasing waterfalls
Þetta kvöld í kvöld var sko alveg eðal!!! fyrst horfðum við á Moulin Rouge (sum atriði oftar en önnur) og síðan fórum við í heita pottinn hjá mér og það var geðveikt...alveg logn og stjörnubjart og síðan voru norðurljósin þarna líka á sveimi...síðan sá ég 3 stjörnuhröp....þetta var hreint út sagt alveg magnað!!! Enda er ég líka alveg búin núna og ætla sko að fara upp í rúm......og vonandi dreymir mig ekki að ég sé að þvo bíla:)
Síðan ákvað ég að endurbirta þetta fyrir magga hönkster...eiturlyfjagellan sjálf!!!
ViktorjanInDaHouse
|


mars 17, 2002
18:54


We are the champions
Já queen tónleikarnir stóðu sko alveg fyrir sínu...þeir voru hreint út sagt alveg magnaðir...þó hefði ég viljað heyra meira í sinfóníuni fyrir hlé!! En gellan sem söng fyrsta lagið hún var alveg mögnuð - hún var með ótrúlega rödd og síðan var Blue gæjinn hans Hauks líka góður...Síðan fengum við okkur kínverskan mat að borða eftir allt þetta - enda vorum við orðin mjög þjökuð af næringarskorti...en maturinn var helvíti fínn og góð tilbreyting frá öllu þessu venjulega:) Síðan fórum við *hóst* að spila.....já og ég, edda og siggi burstuðum Hauk, magga og egil í actionary!!!
Síðan er gott plan fyrir kvöldið en þá ætlum við að horfa á Moulin Rouge og fara síðan í pottinn sem er kominn í lag eftir að allt byrjaði að þiðna!!! það er einmitt bara pottaveður dauðans núna og verður örugglega enn betra í kvöld því það verður sennilega logn og stjörnubjart - er hægt að biðja um eitthvað meira??
Any ways
ViktorjanInDaHouse
|


mars 16, 2002
12:19


Dreams can come true
Ja hérna Jón....helduru að það hafi bara ekki verið uppselt á hönkamyndina mína þ.e. blawk hawk down...það var ekkert spes sérstaklega í ljósi þess sem við vorum búin að vera að massa greiningu til þess að komast á þessa mynd. Síðan var ég líka að vonast til þess að draumfarir mínar myndu batna eftir að ég færi á þessa mynd...Sko því þannig er mál með vexti að síðast liðna daga hefur mig verið að dreyma SVO óspennandi drauma að það hálfa væri nóg ... sko tvisvar í röð er ég búin að dreyma að ég sé að þvo bílinn minn...og ekkert svona sexy við það...það er vont veður, kalt og ég er í kraftgalla að þvo bílinn minn...ullabjakk...síðan dreymdi mig líka að ég væri elt af löggunni og það var heldur ekkert spes...ég vil fá eitthvað action og krassandi...(sérstaklega þar sem mér finnst að draumar eigi að bæta upp það sem maður hefur ekki:))....og ég hélt að það myndi batna..en nei bara uppselt...en sem betur fer dreymdi mig sko ekki geit eftir samtal við ákveðin aðila, þá hefði einhver verið buffaður..það er nokkuð ljóst!!!
En við ákváðum nú að láta þetta ekki brjóta okkur niður þannig við ákváðum að taka vídjó!! ekkert nema gott um það að segja nema að við vissum ekkert hvað við áttum að glápa á (því það er svo erfitt að velja þegar 5 manns eru að fara að horfa á vídjó!!) eftir mikla og erfiða leit mundum við eftir því að við áttum öll eftir að sjá The Graduate....þannig við ákváðum að taka hana og hún var bara algjört snildarverk og hefur aldurinn farið vel með myndina!!!....tónlistin var náttlega líka EÐAL!!! Þannig ég mæli með henni ef fólki leiðist...síðan er geðveikt fyndið að loka atriðið í myndinni er alveg eins og loka atriðið í Waynes world myndinni....meira segja sama kirkja og alles.....geðveikt nett!!!
Jamm jæja best að fara að nota tíman...fyrst maður er nú á bókhlöðunni!!!
En þetta kvöld virðist stefna í eitthvað geðveikt...ég hlakka geðveikt til að fara á queen tónleikana og síðan borða og spila saman...:) alveg magnað!!!
Já og síðan get ég ekki beðið þangað til að næsta helgi kemur því þá verður matarboð og heyrst hefur að strákarnir ætli að elda fisk handa okkur (það verður góð tilbreyting að strákarnir ætli að elda núna, nema náttlega siggi sem hefur alltaf staðið sig vel:)) og síðan verður farið á djammið þar sem við ætlum að djamma vel og lengi....jíhhha
Úps síðan gleymi ég að minnast á pabba hennar Eddu sem er snillingur í eldhúsinu það er nokkuð ljóst...maturinn var magnaður:) Takk fyrir mig:)
já og síðan frétti ég að versló hafi bara tapað fyrir fb í morfís.....ekki átti ég nú von á þessu en fb var víst með mjög gott lið (en versló átti nú að vera með gott lið líka!!!)...en það væri gaman að fá að sjá þetta í sjónvarpinu - veit einhver hvort þetta verði sýnt á einhverri rás????
ViktorjanInDaHouse
|


mars 15, 2002
14:24


Rain, feel it on my fingertips
Jamm...bara allur snjórinn að fara - mér finnst samt rigning ekkert spes allavega ekki þegar það leiðir til þess að allt þetta slabb kemur og síðan er heldur ekkert spes þegar það er mikill vindur og rigning!! Mér finnst best ef það er rigning í logni...það er æði og ef það er svona hellirigning - þá er gaman!!!
Ohhh hvað dagurinn í dag var yndislega þægilegur.....við náðum að massa autocad...og ég er alltaf að komast betur og betur af því að þetta er snilldarforrit....
En Vá...ég og edda fórum út að borða og í bíó í gær....á The Royal Tenenbaums og hún var bara ógeðslega góð - langt síðan maður hefur séð svona frumlega gamanmynd og valinn maður í hverju hlutverki....þannig ég mæli hiklaust með þessari....Síðan var maturinn frábær við fengum okkur svona djúpsteiktar pönnukökur með kjúkling - alveg ógeðslega gott eins og sumir myndu segja og síðan var einhver brjálaður latino gæi að afgreiða okkur sem skildi voða lítið í íslensku - en það var í lagi....hann var reyndar ekkert svona hot eins og latino gæjar eiga að vera - hann var eiginlega meira svona wannabe latino....(svona gaur sem horfir aftur og aftur á Ricky Martin myndbönd til þess að ná mjaðma hreyfingunum alveg rétt) en talandi um Rikcy Martin þá var ég að ræða við Bigga um Gauta og síðuna hans....hvenær fáum við að heyra eitthvað meira frá honum annað en testing???
annars er ég nú að fara aftur í bíó í kvöld á hönkamyndinaBlack Hawk down ....og hlakka ég mikið til þess að sjá hana!!! og síðan er pabbi hennar eddu svo sætur að hann ætlar að elda fyrir okkur pizzur áður en við byrjum að læra...big ups fyrir það!!!
Já og síðan verða allir að horfa á þáttinn milli himins og jarðar (okey ég veit að hann er ömurlegur) því að hundurinn minn hún Athar verður í honum - þeir sem vita ekki hvernig hundur Athar er þá er hún Standard Poodle og er stór, svört með mikin feld og frekar fönký klippingu!! (hún kom víst líka í fréttunum í gær..sem sé algjör stjarna - enda besti öldungur sýningar:))
En jæja...núna ætla ég að blunda aðeins - en til að minnka aðeins samviskubitið ætla ég að taka lík og töl bókina mína með upp í rúm!!!
ViktorjanInDaHouse
|


mars 13, 2002
23:51


Luke, I am you father
þokkalega...við fórum að horfa á tónleika hjá sinfóníunni í dag í skólanum (þ.e. tónleika sem var ætlað mr-ingum en við féllum svo vel í kramið að við fórum líka) ... þemað var Stríð og voru þetta alveg magnaðir tónleikar....þarna voru verk eftir Jón Leifs (baldur), star wars þemað og þemað úr 2001 space od., síðan var einnig spilað plánetan mars, lag úr schindler's list og eitthvað fleira sem ég er að gleyma - en þetta var alveg magnað og ég var með gæsahúð allan tíman!!! ég vil bara þakka agli fyrir að vera svona mikill listamaður og að hafa bent okkur á þetta!!!
Annars var nú lítið annað gert.....það er alveg ótrúlega skrýtið...ef ég er dugleg um helgina og læri eitthvað fram í tíman og hugsa með mér "núna get ég sko lært líka á virkum dögum og verið virkilega dugleg" en síðan koma virku dagarnir og þá er ég bara ótrúlega löt og kem mér ekki til að læra!!!! þetta er virkilega skrýtið!! en ég er sammála siggu...núna verður maður að fara að koma sér í átaksgírinn.....byrja að læra meira, pumpa meira og eyða minna!!!!
En jæja ég ætla að fara að lúlla...en síðan var edda svo sæt að bjóða mér í bíó á morgun á forsýninguna á The Royal Tenenbaums og hlakka ég mikið til að sjá hana...reyndar er hún búin að fá mjög misjafna dóma en við komumst bara af því!!
Já og síðan bara síðasti temptation þátturinn á morgun...ég ætla bókað að horfa á hann...ég hef nú reyndar ekki fylgst með þessari seríu þar sem það stangaðist á við uppáhaldsþáttinn minn sex in the city en ég horfði á síðasta þátt og hann var svæsinn.....og það hættir eitthvað par bókað saman í þessum þætti þannig ég er spennt!!!
ViktorjanInDaHouse
|


mars 12, 2002
18:12


Let's talk about sex baby



What Sex Toy Are You?

Já og ekkert meira um það....
Allavega þá er hann maggi byrjaður að blogga, það verður gaman að fá nýja hlið á málunum hér í bloggheimi því það er alltaf gott að hafa fjölbreytni:) Eins gott að hann standi sig bara í stykkinu!!!
En vá maður ég sá ljótustu hárgreiðslu í dag í lík og töl...my god...það var strákur sem sat nokkrum sætum fyrir framan mig hann var með frekar stutt hár en var með það rakað svona eins og potti hafi verið skellt á hausinn á honum og síðan rakað ALVEG í kring....hann var svona eins og munkarnir í gömlu myndunum....það var óborganlega fyndið......
æ'mar ég ætla að gera eitthvað að viti
ViktorjanInDaHouse
|



00:06


I see you baby, shaken that ass
Vá maður...ég fór í geðveikt góðan body pump tíma áðan hjá Hilla gæja......það er ekki til frásagnar færandi NEMA!! það voru nokkrar spes týpur í þessum tíma:
1) Kona um fertug í geðveikt þröngum og efnislitum fötum sem var fremst að púla .....hún var SVO mikið að reyna að blikka og reyna við Hilla að ég gat ekki annað en hlegið...hún var alltaf svona að brosa til hans og reyna að gefa honum eitthvað svona geðveikt look....ég held samt að það hafi ekkert gengið sérlega vel!!!
2) Kona sem var klippt með eightís klippingu sem sé stutt hár en samt með svona sítt að aftan - alveg hræðilegt...í svona vibba of þröngum og niðurþröngum GLANSBUXUM eitthvað að reyna að pumpa....
3) Maður sem virtist í lagi nema að hann var með sítt hár og með stærsta svitaband utan um hausinn á sér sem ég hef séð (sem sé þykktin!!!) en því miður svitnaði hann bara sama sem ekki neitt því hann var með svo létt lóð (ég get ekki reyndar sagt mikið hér þar sem ég er með mjög létt - en ég er líka stelpa!!!)
4) Annar maður sem var búinn að planta sér frekar framarlega fyrir framan spegil....varð geðveikt fúll þegar ég fór fram fyrir hann...ég skildi ekki afhverju fyrr en ég sá hann vera að reyna alltaf að gæjast í spegilinn fram hjá mér...þá horfði hann bara svona krónískt mikið á sig í speglinum (sko það er allt í lagi að horfa í spegil ef maður er að tékka hvort æfingar eru gerðar réttar en það er ömurlegt að horfa á sig í speglinum til þess að sjá hvernig maður lítur út þegar maður pumpar!!!)
Þannig þetta var frekar fyndinn tími...síðan eftir fór ég í gufu og það var SVO gott...nema að Hilli klikkaði og ég var bara ekkert flengd í gufu!!!
Síðan fórum við krakkarnir í árbæjarlaugina á eftir og það var algjör snilld....reyndar dáldið mikil snjókoma en það var allt í lagi!!
En vá maður núna verð ég að fara að lúlla...svo maður hafi þrek á morgun....
gn
já og síðan gleymi ég aðalatriðinu...magga til heiðurs hef ég ákveðið að nota fallegu myndina af honum sem tengil á síðuna hans enjoy...en fyrir þá sem fá ekki nóg af honum - eins og ég, birti ég hér myndina í fullri stærð.....

enjoy and have the ultimate satisfaction watching him.....
ViktorjanInDaHouse
|


mars 11, 2002
17:29


Let it snow, let it snow, let it snow
Já því er ekki hægt að neita að veðrið er yndislegt.......alveg logn, næstum ekkert frost og snjór...þetta er alveg eðal, enda ætlum við krakkarnir líka að skella okkur í árbæjarlaugina í kvöld....Fyrst ætla ég samt að láta Hilmar þjösna mér út í body pump - ohh ég bara get ekki beðið...
Annars virðist þessi vika ætla að verða alveg EÐAL...sérstaklega í ljósi þess sem að það eru engin dæmi fyrir lík og töl á morgun og þar af leiðandi frí í tímanum á morgun.....það er alveg eðal og líka ef við náum að klára burðinn og autocad á morgun þá verður þessi vika bara eins og walk in the park...þá get ég kannski náð upp lík og töl og burðinum:)
Já og síðan náði ég að taka magga í snjóinn í gær og finnst mér það mikið afrek...ég fékk reyndar alveg jafn mikið af snjó inn á mig og hann á sig en mér fannst það alveg þess virði!!! sérstaklega þar sem Haukur hefur ekki enn getað tekið hann í snjóinn...ég geri mér þó grein fyrir því að maggi tók vægt á mér vegna þess að ég er stelpa en mér er eiginlega bara alveg sama:) Ókosturinn við þetta var að við urðum að læra blaut en það var samt þess virði...sérstaklega þegar ónefndur aðili fór úr...grrr ég gat varla lært hehehehehe:)
ViktorjanInDaHouse
|


mars 10, 2002
20:15


Lady Shave
Ég er SVO mikið nörd...ég gær ákvað ég með stuttum fyrirvara að ég ætlaði að vera í pilsi seinna um kvöldið (þetta var um 18:20) og þurfti þar af leiðandi að raka á mér lappirnar...en vandamálið var að fyrstu gestirnir áttu að fara að koma eftir tíu mínútur en ég hugsa með mér að þetta sé alveg gerlegt og dríf mig í að raka á mér lappirnar, til þess að spara tíma gríp ég rakvélina hjá föður mínum því ég nennti ekki að leita af Venus rakvélinni minni (en ólíkt sumum rakvélum reynist mjög erfitt að skera sig á henni) og byrja verkið....ég get bara sagt ykkur það að þetta heppnaðist EKKI vel...okey þegar maður er að raka á sér lappirnar eru nokkrir erfiðir staðir....það eru hnén og ökklarnir og mér tókst að skera mig þar á báðum löppum og einnig aðeins á ristinni....my god þannig ég var eitt blæðandi sár á löppunum...þá hugsaði ég mér að það væri nú kannski best að vera bara í buxum en þá sveið mér svo mikið í sárin að ég gat hvorki verið í buxum né sokkum og þurfti þar af leiðandi að vera í pilsi....og öllum til mikillar gleði fengu þeir að sjá sárin mín og marblettina sem byrjuðu að myndast stuttu á eftir á hnjánum - einnig fengu gestirnir mínir stundum að heyra svona lítil vein þegar mér sveið sem mest í sárin!!! ohhh stundum er alveg glatað að vera stelpa!!!
ViktorjanInDaHouse
|



12:33


The show must go on
Geðveikur gærdagur I dare say.....Fyrst fór ég á bókhlöðuna með eddu og sigga og náði að læra alveg ótrúlega mikið, síðan var matarboð hjá mér. Við elduðum kjúklingabringur með pestói osti og sonna...(alveg ÓGEÐSLEGA gott) og síðan í eftirrétt var eplapie með ís og rjóma...síðan spiluðu maggi og egill og við sungum...ohh egill þú ert svo mikill listamaður (egill þurfti að slá um sig og taka einhver verk eftir Jón Leifs, mamma var rosalega impressed og sagði "bíddu þessi egill er hann svona mikill tónlistarmaður, þetta var agalega flott hjá honum")....Síðan að sjálfsögðu var Maggi geðveikur hönk með gítarinn.....Síðan var spilað actionary (HAHAHAH mitt lið VANN) og síðan vorum við að kjafta og kjafta og kjafta!!! Þannig þetta var alveg eðal kvöld!!!
En núna er kominn dagur sem þýðir bara eitt maður þarf að fara að læra!!!
En annars vil ég óska Erlu til hamingju með afmælið....
Síðan varð ég nú að koma með eina barbie...og hef ég ákveðið að skíra hana
Magnús:
ViktorjanInDaHouse
|


mars 9, 2002
15:55


I'm so fed up with people telling me to be
Someone else but me

Já vá maður hvað Swordfish var góð - fínt plott og allt og síðanar júllurnar á Halle Berry í kaupbæti - vá hvað þetta atriði var til þess eins að hafa hana nakta!!!! en ég meina mér er sama og ég efast um að strákar kvarti!!!
En síðan próf....
Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Svart te!
.. þótt það hljómi furðulega.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?

Það er nú nokkur kaldhæðni í því að ég sé svart te því ég er koffínsjúklingur - ég fæ það bara í kóki...ég drekk nú reyndar ekki jafn mikið af því núna og ég gerði *hóst* *lygi* þannig mér líður betur...enda var í fjóra daga með fráhvarseinkenni þegar ég hætti að drekka það alveg!!!
Síðan tékkaði ég á því hvaða vinur ég var og ég var Monica...híhíhíhí
Sko síða til að sýna strákunum að ég sé sko engin belja og hafi þar af leiðandi engan beljuradíus tók ég þetta próf!! og ég var sko ENGIN belja!!!
En jæja best að fara að drífa sig í greininguna aftur....
Já og síðan vil ég bara benda öllum stelpum (og strákum) sem fíluðu barbie á þetta, þú getur búið til þína eigin barbí dúkku alveg frá grunni......enjoy
ViktorjanInDaHouse
|


mars 8, 2002
16:30


It's just emotions

Við gerðum vinnubókina á met tíma og hvað ég var glöð en það kostaði minni tíma fyrir burðarþolsfræði en það var í lagi því ég og siggi *hóst**og helgi* náðum að klára dæmin - og ekki var það Magnúsi að þakka!!! Það reyndar varð til þess að ég fékk hausverk í tak við það hvað við vorum snögg með hitt .... þannig ég ákvað að vera góð við mig og tók tvær spólur sem ég er að fara að glápa á...klæddi mig síðan í innifötin mín...en þau samanstanda af: ógeðslega stórum bláum ullarsokkum, forljótum, þröngum/víðum (þ.e. þær eru niðurþröngar en víðar um lærin) skærblómóttum buxum sem amma mín átti í den, sægrænni sjóræningjahippapeysu, hvítri renndri peysu yfir og síðan er ég með teygju í hárinu og gleraugu....maskinn og gúrkan koma síðan á eftir vídjóið...og jafnvel heitt bað með kertum og rólegri tónlist til að toppa það....Síðan fer ég að gera greiningu í kvöld með krökkunum fersk.....

Síðan er svona smá samviskuspurning...afhverju finnst fólki alltaf skemmtilegra að heyra slæma hluti um fólk en góða???? svona svæsnar kjaftasögur samanstanda alltaf af einhverjum sambandsslitum, framhjáhöldum, skíthælum o.s.frv. og fólk elskar að heyra um þessa hluti...en þegar fólki gengur allt í haginn er það ekkert spennandi???
Síðan var ég líka að pæla þegar við erum að tala um fólk er oft sagt: "já Jóna er rosalega feit EN hún er samt ágæt" eins og hún verði sjálfkrafa leiðinleg við það að vera feit....það eru samt örugglega mörg önnur dæmi en það að vera feit....örugglega bara ef þú passar ekki í þetta norm þá ertu leiðileg nema þú fáir þetta EN.....hmmmmmm

Annars langar mig rosalega mikið að sjá myndina Black Hawk Down hún er örugglega mjög góð - ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég sé atriði þar sem allir hermennirnir eru að hlaupa, það eru sprengur og læti og moby lagið er leikið undir...sem minnir mig á það að ég verð að fara að dusta rykið af moby disknum mínum....því moby er alveg eðal og diskurinn hans gamli var algjör snillllllld.....
Já og síðan fíla ég nýja singulin með XXX-Rotweiler.....þér er ekki boðið...algjör snild....

who let the dogs out
Já og síðan var ég geðveikt fúl...bara engin mynd af mér og Athar í mogganum....bara eitthvað sagt...blablabla Athar besti öldungur sýningar eigandi Valgerður....æjji það kemur mynd af okkur í sámi - ef ekki þá verður einhver buffaður....
já og hommavesenið heldur áfram en ég nenni ekki að segja frá því hér því þá verð ég bara pirruð og fúl og ég nenni ekki að eyðileggja vídjó stemminguna þannig ég hætti núna....stopp
ViktorjanInDaHouse
|


mars 7, 2002
10:46


Cause I'm real
Jams...góðar fréttir - engin skiladæmi í lík og töl fyrir þessa viku whúhúhúú....en gaman...sko það er þetta litla sem gleður:)
jamm og í tilefni af því ákvað ég að skella inn einni hönka mynd:
þessi maður klikkar sko ekki!!!
Jæja...best að fara í greiningu......sofa undir hljómfagri rödd Reynis Axelssonar...hann er reyndar dáldið fyndinn...því hann hefur dáldið spes kæki...t.d. er hann alltaf að þukla á axlaböndunum sínum, fer út með tunguna á viðeigandi tímum og ræskir sig....dáldið perralega...og það eru þessir litlu hlutir sem koma manni í gegnum tímana hjá honum!!!
Hversu fyndið er að Haukur hafi einu sinni verið með aflitað hár - dreifara eðli hans skín í gegn:)
ViktorjanInDaHouse
|


mars 6, 2002
15:35


movies
fór á myndina Gosford Park og hún var bara geðveikt góð - mjög sérkennileg og öðruvísi...en samt allveg brill....það voru frábærir leikarar í henni og plottið var fínt!!! Ryan phillippe var geðveikur hönk í henni.....
jamm og síðan þessi endalausu próf:
Take
Ég er reyndar mjög sátt við þetta enda var hann í áttunda sæti hjá mér!!!
jamm ég er reyndar ekki mikið fyrir bangsa en what the hekk:


Take the
Bear Quiz by Krysten



Which Star-Crossed Marvel Lover Are You?



Which tarot card are you?

yes indeed...well best að fara að læra - study kvöld í kvöld....en næsta helgi verður þétt...matarboð heima hjá mér og síðan ætla maggi og egill að sjá okkur fyrir skemmtun og síðan verður kannski skellt sér í pottinn...lofar góðu!!! og greining á föstudagskvöld...ohh ég á svo magnað líf!!!!
Já og síðan nálgast sumarbústaðaferðin hratt en örugglega og einnig queen tónleikarnir með sinfoníunni sem við erum að fara á!!! geðveikt!

ViktorjanInDaHouse
|


mars 5, 2002
21:55


Lasin
ójjj var lasin í dag ekki gaman...en það stoppar mig samt ekki í því að skella mér í bíó í kvöld..jíhha...læt ykkur vita hvernig fer!!
En síðan kemur voffinn minn barast kannski ekki - og ég þarf barasta að kaupa mér nýjan frá finnlandi eða bretlandi en það þýðir að hann komi ekki strax *snökt* en það verður bara að hafa það....ég meina meðan þessar hommadruslur láta svona asnalega er ekki hægt að gera neitt....já og síðan:



What is your meaning of life?

ohhh ég er nú í verkfræði:) þar sem það er töff að vera nörd með flösu og gleraugu!!! okey kannski ekki flösu en allavega með gleraugu og í flíspeysu og jogging buxum - eða ekki!!!
I'm so like Lisa!

I'm Lisa, who are you? by Lexi
Já...challalalllalala....best að fara gera sig til fyrir movies maður
já og síðan er ég 34% löt samkvæmt þessu:)
ViktorjanInDaHouse
|


mars 4, 2002
10:22


Ahansen
jamm fór þangað að borða í gær eftir hundasýninguna - maturinn var frábær og þjónustan góð. Síðan var algjört hönk að vinna þarna (gaurinn sem bauð sig fram fyrir röskvu og var í guðfræði!!!) þannig ekki skemmdi það fyrir....reyndar smá mínus hvað það var ógeðslega mikið af fyllibyttum þarna....sem leiddi til þess að jakkanum hjá einni konu var stolið!!! - það er ömurlegt!!!!
já og
See what Care Bear you are.
ViktorjanInDaHouse
|


mars 3, 2002
18:30


Sjáðu hvað við vorum sæt og síðan eiturlyfjagellan :)
ViktorjanInDaHouse
|



17:54


Hundasýning
Já í dag var hundasýning og tókst hún með eindæmum vel...Hundurinn minn fékk alþjóðlegt meistarastig (og á því aðeins eftir að fá eitt enn og þá er hún orðinn alþjóðlegur meistari) og varð besti Standard Poodel-inn og síðan varð hún daddara : Besti öldungur sýningar, þó hún sé orðinn átta ára gömul lætur hún alveg eins og hvolpur enn þá!!! þannig ég er mjög hamingjusöm "mamma":)
ps. þeir sem eiga ekki hunda þ.e. sýningarhund skilja þetta ekki!!! En skemmtileg vika bíður mín...burðarþolsfræðipróf:)
og ullabjakk hvað það er búið að vera vont veðrið:(
ViktorjanInDaHouse
|



02:32


Árshátíð
Já, þá er árshátíðinni lokið og hún var bara fín...maturinn var mjög góður og allt solleiðis...skemmtiatriðin voru fín (fyndnast af öllu var gaurinn sem var að dansa við saturday night fever, næst komu gaurarnir sem dönsuðu við kylie (þeir voru ógeðslega krúttlegir...eitthvað að reyna að halda takti og muna sporin hehehehe), síðan var fyndið atriði þar sem gaurarnir voru að syngja í búningum (spiderman átti placið), Úlfar var líka mjög fyndinn og stóð fyrir sínu, síðan fannst mér írska þjóðlagabandið ekki alveg að vera virka fyrir mig og hjúkkumyndbandið var dáldið steikt (samt flott þegar þær sungu danska lagið)), síðan var Sigurjón Kjartansson veislustjóri og hann hefði betur getað sleppt því að vera þarna vegna þess hann var ömurlegur!!! (ég hélt að ég myndi aldrei segja þetta því mér þótti hann alltaf mjög fyndinn). En jæja eftir matinn byrjuðu Geirfuglarnir að spila og "OH MY GOD" ég hélt ég myndi deyja!! ég get ekki sagt að þeir hafi verið að gera það fyrir mig en við reyndum að gera gott úr þessu (reyndar áttum við ekki séns en að gera annað þar sem maggi dró mig og eddu út á dansgólf!!!) en jújú þetta var svo sem í lagi!!!
en vó hvað stelpan úr rafmagninu var full upp á sviði - já og síðan vann Edda bara í happdrætinu - geðveikt!!!
Já og hvað var málið með að Árni skemmtanastjóri í vélinni var í G-STRENG!!!!! það sást greinilega að hann var í g-streng í gær og við stelpurnar héldum bara að þetta væri partur í atriðinu (þ.e. hann var að skemmta upp á sviði og var í þannig buxum að þegar hann beygði sig aðeins sást þetta mjög greinilega) og að hann myndi strippa eða eitthvað en síðan bara gerðist ekkert og hann var BARA í G-STRENG....núna spyr ég "hversu gay er þetta?"....
En síðan var reynt að massa greiningu í dag og eitthvað gekk það hægt - síðan bauð maggi í mat! ég reyndar komst ekki þar sem ég þurfti að fara með Athar í bað, rakstur og klippingu (sem tók 4 TÍMA) því það er hundasýning á morgun og ég er að fara að sýna hana....Já ef einhver vill koma að horfa á sýninguna er hún í Reiðhöll Gusts og byrjar klukkan 10 á morgun..(hundarnir mínir eru sýnir klukkan hálf tvö fyrir áhugasama)...Síðan enduðum við kvöldið á því að glápa á vídjó...Night at Mc'cools eða eitthvað solleiðis og var hún alveg ágæt - liv tyler frekar hot í þessari mynd!!!
en jæja best að fara að sofa svo maður verði vel upplagður fyrir morgundaginn!!! það þýðir ekkert að klúðra!!! Annars verður næsta vika erfið....burðarþolspróf og sonna algjör vibbi...en jæja þýðir ekki að tala um það....
adios
ViktorjanInDaHouse
|


mars 1, 2002
15:49


Blót og bölv
Já þetta er sko ekki happadagurinn minn það má með sanni segja....og rek ég söguna núna:
Þetta byrjaði í gærnótt þegar ég komst af því að hommarnir hefðu klúðrað og hundurinn minn myndi ekki koma til íslands í dag....það var ekki gaman og virtust þeir vera pirraðir og því óvíst hvenær hundurinn kemur....síðan byrjaði ég morguninn á því að sofa yfir mig (það er samt ekki óvanalegt og allt í lagi) síðan sótti ég siggu og þurfti að taka bensín og það var vont veður og mér var kalt (þar sem ég er fátækur námsmaður versla ég bensín á bílinn minn á ob með visakortinu hjá mömmu og pabba þar sem ég "veit ekki" pinn-númerið mitt á debbanum *hóst* mjög hentugt) En jæja....við höldum leið okkar áfram í eðlisfræði tíman....þar þurfti ég að kyngja ýmsu sem ég hafði fullyrt nokkrum kvöldum áður (ekki gaman) einnig þurfti ég að reikna eðl-dæmin en gat það ekki vegna þess ég virtist ekki getað stimplað rétt í reiknivél!!! Næst kom brúarkeppnin þar sem við siggi komumst af því að pallurinn sem brúin átti að hvíla á var 4 mm og löng...og það munaði því að undir-bogarnir okkar voru of stuttir og gáfu því engan burð (góðu fréttirnar: við náðum 270 N, slæmu fréttirnar: við töpuðum fyrir Svenna)
Jæja núna höldum við leið okkar áfram þar sem ég, sigga og þórólfur vorum að spjalla saman um lífið og tilveruna (samt aðallega Þorvald Búason kennarann okkar í stærðfræðigreiningu) á göngustígnum fyrir utan vr2 og við erum að segja hluti á borð við "Já hann er ógeðslega þurr og leiðinlegur", "Hann kann bara ekki neitt", "Fer hann ekki alltaf að smóka í hléum", "Jú hann "týnist" allavega" o.s.frv. þetta væri ekki frásögufærandi nema Þorvaldur var búinn að standa í einhvern tíma næstum við hliðina á okkur og hefur sem sé heyrt allt .... síðan þegar við loksins föttuðum að hann var þarna reyndum við að bjarga okkur út úr þessu en ég held að það hafi ekki virkað...sérstaklega þar sem ég sagði mjög ótímabært "ég held að ég ætli að skjóta mig í hausinn núna ég skammast mín svo mikið" að ég held að hann hafi heyrt það líka.....
Jæja síðan förum við sigga heim en ákveðum að gleðja okkur aðeins og fara á subway (sem dugar oftast til að kæta mig) jú ég kaupi uppáhalds subwayinn minn og fer glöð heim.
Þegar heim er komið kemst ég að því að hommarnir eru að klúðra big time og fer og skrifa meil og læt subwayinn minn bíða smá stund...þegar e-meil skrifunum er lokið (sem tók u.þ.b. 5 mín) þá lít ég inn í eldhús og þá er hundurinn minn búinn að borða Subwayinn minn (hann fór í töskuna mína og í gegnum plastið og allan pappírinn og át hann...þ.e. hann át allt nema grænmetið og ólvíurnar) og þetta var það sem ýtti mér yfir pirrings/reiði/vonsku bakkan og ég bara öskraði og öskraði og öskraði....það sauð á mér ég var svo reið.......núna er ég komin yfir mestu vonskuna en þó ekki búin að fyrirgefa Athar, mamma er að kaupa nýjan subway handa mér og síðan ætla ég að leggja mig til þess að koma mér í gírinn fyrir árshátíðina sem er í kvöld ég vona bara að dagurinn gefi ekki forsmekkinn af því hvernig hún á eftir að verða....
Síðan er geðveikt sætt...strákarnir ætla að vera með okkur þegar við gerum okkur til:) Til þess að gera þá ekki vandræðalega ætla ég ekki að nefna nein nöfn...en þeir vita hverjir þeir eru,....sérstaklega er krúttlegt strákurinn sem ætlar að koma með tvenn jakkaföt:)
Annars líka big ups til Vals sem átti hreint út sagt glæsilega brú og hún þoldi 800 N (u.þ.b. 80 kg) og hún var um 60 gr....þetta er ótrúlegur árangur - enda var hún alveg svakalega vel útpæld og flott.....
En ég held að þetta sé komið gott...allavega var þetta góð útrás fyrir mig:)
ps. síðan er mér ótrúlega heitt í andlitinu eftir öll þessi ljós - það sem maður gerir ekki???
ViktorjanInDaHouse
|



NamE: viktoría
WaS upE: CO og IES
kellingin: 23 11.nóv

Viktoría a.k.a Rán
WishList
Sunshine
Spader
Oliver Unfaithful
Smith
Hugh

CRAZZZZY tengzl
Bridget
siggabeib
VerzloGellur
Saumavelin
Lísa
Erla a.k.a. Gyða sól
Ágústa Ztjelling
enRíkey
ásta
Beckham
Sjabbsinn
mr. bjútíkvín
Strumpurinn
Kiddi rokkari
Egill
Edda
Hasselhoff Gellan
Gutti svikari
Birna
Kristin
Svan
Hulda
Gamall SkÍtur
PHOTOS