________________________ Is it coz I'm black ___________________
apríl 30, 2002
09:23


nasty
Jæja þá er vígið fallið og ég hef flúið til afa! ég sá að þetta gekk ekki upp lengur að vera hér heima að læra þar sem afköstin voru orðin mjög slöpp....þannig núna er ég að fara í rólegheitin til afa að læra! Annars gengur ekkert sérlega vel að læra .... þetta er svo leiðinlegt en maður lætur sig hafa það og núna er ég farin!
Annars verð ég að segja það að djöfull er nýjasta myndbandið hans Marc Anthony Massatraust.....heheheh hann skilur!
Hey já og síðan fékk ég annað bréf frá einhverjum spænskum gaur í gegnum msn-prófælið! ætli ég taki þetta bara ekki út!
any ways
ViktorjanInDaHouse
|


apríl 29, 2002
11:02


HAHAHAHAHAHHA
Dísös...í gær þá leiddist mér svo mikið að ég ákvað að breyta msn-profilnum mínum, setti mynd og sonna...síðan í dag var ég að fá e-meil frá einhverjum pakistana sem vill alveg endilega kynnast mér betur og vildi alveg endilega fá að senda mynd af sér til mín...kannski er þetta draumaprinsinn sem ég var að leita af í síðustu færslu??? EÐA EKKI...hvað fær fólk til þess að gera svona....???
well....dagurinn í gær var algjört flopp í lærði ekki rassgat í bala...þannig ég ætlaði að vakna klukkan sjö og byrja að læra þá - shor...það tókst ekki og ég drattaðist fram úr um níu! núna er ég byrjuð að læra líkindafræði og þar af leiðandi farin að missa alla lífslöngun...hver sagði að greining væri leiðileg? god...hún er bara partý móts við tölfræðina!
welll læra læra læra
en sem betur fer er búið að vera shitty veður....hver sagði að það væri alltaf gott veður í prófum? ég bara vona að það byrji að vera gott veður strax 11.maí! þá verð ég ógeðslega glöð.....
ViktorjanInDaHouse
|


apríl 28, 2002
16:06


luv
já mér er búið að leiðast svo mikið yfir eðlisfræðin að ég tók nokkur próf

Your type is the Casanova: You're on the market for a sweet-talking, smooth-moving, good-lookingCasanova. This stud knows exactly what to do and say in any situation. He'squite the charmer. Put him in a room, and everyone flocks to him. He'squick-witted, incredibly stylish, and runs with the right crowd. Does thisguy ever have to wait in line? No way. Does he look like he just stepped outof GQ magazine? Always. This super-suave guy is not only fun to be around,but he's part of the coolest scene. Whether it's a top-notch restaurant orthe hottest new club, your man is there. He's a real ladies man. Whenyou're around him, you feel like you're the center of the universe. Thiship, hot guy has got the slick moves and smart lines that keep you comingback for more!
býður sig einhver fram?????? og síðan ég
You are a Glamourina: Admit it: You just love being spoiled. A true Glamourina, you appreciate every chivalrous gesture and expensive trinket that's showered upon you. Gourmet dinners and nights at the theater are an absolute must — they're just a standard part of living the charmed life. Witty and sophisticated, you always light up a room like an 8-carat diamond. You know the hottest spots to eat, drink, and be merry — and you never have to wait in line. Men keep crawling back for more of your refined manner and Uptown Girl style. And why not? Sure, you might be a smidge high-maintenance at times, but just being around you makes men feel like King for a Day. Cool grace and elegant charm give you the upper hand at all times, which is just as it should be.
HEHEHEH jamm og síðan ákvað ég að taka prófið um hvenær ég myndi giftast og fékk þessa dagsetningu:
YOU WILL BE MARRIED BY: Saturday, August 12, 2006 best að fara að leita sér að kjól og solls....kannski að maður ætti fyrst að finna sér gæja! ætli hann verði kannski bara danskur þar sem ég verð sennilega út í danmörku á þessu tíma að læra! híhíhíhíhíhí
ViktorjanInDaHouse
|



11:35


J-lo
gyðjan sem ég hélt að gæti ekki klikkað.....ég horfði á angel eyes í gær og guð minn góður hvað myndin var leiðileg og ég sá eftir þeim tíma sem ég eyddi í hana...í fyrsta lagi hélt ég að þetta væri spennumynd og bara miklu betri god...ekki láta mig taka fleiri spólur ég afsala hér með réttinum til þess :Þ
Hey já síðan er Lisa Left eye bara dáinn! ja hérna
Haukur....það sem ég sagði í gær með hundinn ég meinti þetta í alvörunni ekki svona! þetta var hrós!
Annars á mamma mín afmæli í dag, hún er orðin 42 ára gellan....
jæja þar sem ég svaf út neyðist ég til að fara að reikna eðlisfræðidæmi....vívívívívívívíví
síðan var britney bara meika það....með sílíkon og stílista dauðans! það var bara gaman að sjá í hverju hún myndi koma næst í! Síðan held ég nú að þetta hafi verið mæmað hjá henni! allavega sum lögin...
any ways
ViktorjanInDaHouse
|


apríl 27, 2002
20:01


money money money
Já pælið í því að vinna EINN 80 milljónir....vá hvað ég hefði verið glöð....
það sem ég hefði gert:
1. boðið allri fjölskyldunni minni og bestu vinum mínum til útlanda.....og ekki á neinn svona cheap stað eins og spán heldur eitthvað geðveikt flott....
2. farið í verslunarferð til bandaríkjanna og lifað eins og drottning...farið bara í merkjbúðir eins og donnu karan o.sfrv. dísös hvað það hefði verið gaman....
3.borgað skuldirnar mínar
4.gefið eitthvað til góðgerða..
5.fjárfest og lagt inn á banka
en ein spurning, er lotto skattfrjáls vinningur? Já og í tilefni þess að ég er að fara í próf í líkindafræði þá get ég sagt ykkur það að það hefði borgað sig að kaupa allar raðirnar (ég held að það hefði kostað 32 milljónir...en hins vegar er náttlega ekki hægt að meta það ef fleiri hefðu haft röðina því að þá náttlega myndi það ekki borga sig og því orðið of áhættusamt)
Annars er þetta búið að vera yndislegur dagur (part from the test) ég lagði mig....fór í bað og ljós og bara dekraði algjörlega við mig....mér fannst ég eiga það skilið eftir þetta greiningarpróf:) þá gengur mér líka betur að lesa á morgun...síðan ætla ég sko að horfa á J-lo myndina í kvöld...ég er búin að hlakka til alla vikuna, eins gott að hún verði góð....og ég fer að gráta ef hún er ekki inni! Ætli maður skelli sér síðan ekki í pottinn fyrir háttinn þá sefur maður svo vel:)
any ways ég ætla að fara að gera eitthvað að viti...adios
ViktorjanInDaHouse
|



13:14


flæði
Já þá er maður búin í greiningarprófinu..ég gef ekkert upp hvernig mér gekk. Mér gekk þó vel að teikna upp alla ferla og þurfti því ekki að gerast svo drastísk að teikna upp ákveðin feril af ákveðnum líkamsparti af reyni axels og setja upp í þrívítt heildi með fallinu (en ég egill vorum búin að ákveða að gera það ef það kæmi eitthvað mongó ferill) þannig það var ágætt....
Annars var ég spurð af ákveðnum álfavin hvort það væri bara búningurinn sem ég fílaði við Legolas....og svarið er bæði og...sko auðvitað er maðurinn ótrúlega hot...en búningurinn gerir margt fyrir hann...þannig ég myndi allavega vilja að hann notaði búningin allavegana svona við hátíðistilefni....og eins gott að eyrun séu VEL fest á því maður vill ekki lenda í einhverju solleiðis problemi!
grrrrr...en þar sem ég var búin að lofa sjálfri mér að verðlauna mig, finnst mér ekkert af því að verðlauna þig í að skoða síðuna mína svo ég ætla að setja stóra mynd af álfinum, sem ég myndi gera nærri allt til að sofa hjá!
gjössovel hér koma myndir af honum sem álfur og ekki álfur...enjoy!


æ þessar helvítis myndir eru alltaf í fokki..... en hér kemur svoldið fyndið:

Viktoría, you're a Poodle!
No bones about it, you're a go-ahead-and-spoil-me Poodle. Intelligent and discerning, why should you settle for anything but the best? No good reason comes to mind. You appreciate the finer things in life, from the trendiest clothes to the best restaurants.
ég get samþykkt þetta enda á ég svona hund:)......
ViktorjanInDaHouse
|


apríl 25, 2002
17:24


Gleðilegt sumar!!!
Jæja krúttin mín þá er víst sumarið komið....right...formlega byrjar það hjá mér 11.maí!
Mér leiðist svo að læra að það er ekkert grín svo ég ákvað að taka nokkur próf...ég tók eitthvað vinnupróf og date próf á emode og kom í ljós að mér er ætlað að verða geimfari sem deitar Vilhjálm prins, það er ekki slæmt verð ég að segja!
Annars ætlaði ég að vera geðveikt sporty í gær vegna þess hve veðrið var yndislegt...síðan voru svo margir búnir að vera að tala um hvað það væri gaman að hjóla þannig ég ákvað að fara út að hjóla með hundana mína...það er skemst frá því að segja að um leið og ég var komin upp götuna mína byrjaði að rigna...og ég var með gleraugun mín....ókey það var rigning allan tíman sem ég var úti að hjóla og enginn smá rignin...ég varð að taka gleraugun af mér því ég sá ekki neitt! alveg glatað...síðan þegar ég kom heim var ég orðin gegnblaut og mér var ískalt þó sérstaklega á rassinum! sem sé geðveikt stuð!
man hvað mér leiðist! ég vildi óska að ég væri bara svona róbóti og ég gæti slökkt og kveikt á mér eftir hentisemi!
ÉG HATA AÐ LÆRA UNDIR PRÓF, NENNIR EINHVER AÐ MINNA MIG Á HVAÐ ÉG HEF ÞAÐ GOTT Í SUMAR ÞEGAR ÉG VERÐ Í FRÍI!!!
ójjj og síðan ætlaði ég í yoga í kvöld og nei..þá er lokað vegna þess að það er sumardagurinn fyrsti....er ekki í lagi.....ohhhhhh hvað ég er pirruð núna!
ViktorjanInDaHouse
|


apríl 24, 2002
13:47


I want to brake free
það hefur bara aldrei verið jafn skemmtilegt að gera eitthvað annað en að læra! ég stóð sjálfa mig af því að vera hugsa um hvað það væri nú yndislegt að vera bara að taka til í herberginu mínu.....ER EITTHVAÐ AÐ....það er ALDREI gaman að taka til! en eitt er þó satt, það er oft skárra en að lesa undir próf! Ég ætla að nýta sumarfríðið mitt SVO vel í sumar, lesa fullt af góðum bókum og vera bara almennt í góðum fílíng....fyrstu bækurnar sem ég ætla að lesa verða Hringadróttingssaga nr 3 og the plains of passage og ég barasta get ekki beðið!
Þetta finnst mér endalaust fyndið...ætli Haukur öfundi þennan gæja ekki brjálað....Hugsaðu þér haukur ef þú hefðir verið að læra í rússlandi þá hefði þetta getað verið þú! þú og Dorrit er það ekki hinn æðsti draumur, allavega held ég að frægð þín myndi aukast mikið ef þú myndir fleka dorrit!

You are Fozzie!
Wokka Wokka! You love to make lame jokes. Your sense of humor might be a bit off, but you're a great friend and can always be counted on.
.






Which Rocky character are you?


Síðan tók ég þetta próf og ég var Satine!!!!!
ViktorjanInDaHouse
|


apríl 23, 2002
21:11


math problem
ój mar ég held að ég sé núna að missa alla lífslöngun, ég sigli nú bát mínum hratt í kafla 15 en óttast að það eigi eftir að verða mikill öldugangur og ætli bátur þolinmæði minnar eigi ekki eftir að sökkva, ég vona að ég komist þó af í björgunarvesti og nái þessu fokking prófi! þar hafiðið það! núna er próf kvíðinn að hellast yfir mig...ég var ekki búin að gera mér grein fyrir að ég er að byrja í prófum næsta laugardag og mér finnst ég ekki kunna neitt þó að ég sé búin að læra síðan á sunnudag! ég verð SVO glöð 11.maí, enda er líka búið að plana grillveislu og læti....I can't wait!
annars var ég að að prófa blogtracker og er það algjör tímasparnaður sem er æðislegt þegar maður er í prófum! mæli með því, takk egill fyrir að hafa sýnt mér þetta! Síðan reyndi ég nú að prófa þetta blogbuddy en það bara virkaði ekki hjá mér...ég er skvo geðveikt fúl og tek þessu mjög persónulega, þar sem sigfús bjó þetta víst til!
ój mar ég neyðist til þess að fara aftur að læra, vibbi! Reyndar er ég búin að ákveða að verðlauna mig næsta laugardag með því að taka spólu, þ.e. j-lo spóluna:)
ViktorjanInDaHouse
|



16:23


I am a Hunter
Jæja þá er nýr dagur að verða búinn af mínu ömurlega lífi! Ég var næstum búin að missa vitið yfir greiningu í gær svo edda og haukur voru svo sæt að fara með mig í sund! ég er þeim mjög þakklát þar sem ég var endurnærð eftir það! Reyndar var ég dáldið vond út í hauk í morgun þar sem mig hafði dreymt að það hefði sprungið á öllum dekkjunum á bílnum mínum...bara út af sögunni sem hann var að segja mér af hans bíl!
Síðan vorum við edda ógeðslega duglegar og fórum í world class í morgun, ég sem er vön að skipta við líkamsræktarstöðina hress var mjög brugðið......það voru svo mörg hlaupabretti og solls.. og allir að worka out á þeim þannig þetta var svona eins og það væri að þjálfa her:) En það var mjög góð aðstaða þarna, get ekki neitað því! Ég á von á því að kaupa kort þarna næst....sérstaklega í ljósi þess sem mun meira úrval er af karlpeningum þar.....ég sá einmitt mjög girnilegan gaur (samt engan Legolas) vera að svitna í morgun og hvað er betra en að byrja daginn á að sjá solls? grrr
þetta minnti mig óneitanlega á það að nú fer veiðitímabilið að byrja, eða réttara sagt 11. maí og stendur yfir til 1. sept. ég vona bara að veiðin og einnig veiðiskilyrðin eigi eftir að verða góð......maður er byrjaður að gera vopnin til og koma öllu í stand! shit
mmmmmm ég elska subway!
vá hvað ég held að rúnar tölvuteiknunarkennari eigi eftir að setja svínslegt próf fyrir í tölvuteiknun! ég get sko alveg trúað honum til þess....þótt hann sé fínn gaur og kennari og allt það...þá getur hann verið svoldið bastard í þessum málum (þ.e. verkefnum og sennilega prófinu) ég vona bara að hann verði það ekki og sýni miskunn!
oh well......
þar sem edda er búin að kenna mér allt um Hesse-fylkin ætla ég að fara að læra eitthvað annað skemmtilegt:)
ViktorjanInDaHouse
|


apríl 22, 2002
11:50


ég var starfsmaður mánaðarins 12 mánuði í röð
Já þá er það komið á hreint, ég er að fara á forsýninguna "í skóm drekans" á fimmtudagskvöld kl. 20.00 ég hlakka mikið til að sjá þessa mynd, en hún á víst að vera alveg brill....eins gott þá að vera dugleg fyrir greiningarprófið:)
síðan er ég að hugsa um að reyna að fá vinnu fyrir norðan í þrjá vikur áður en ég byrja sem virðulegur tollvörður í sumar....svona til að reyna að fá smá pening....það myndi muna ótrúlega miklu:) en maður veit sko ekki hvort þeim vanti starfskraft...æ mar læra
Síðan er mamma mín alveg sætust...helduru að þessi yndislega dúlla ætli ekki að fara og láta smyrja bílinn minn og láta setja sumardekkinn undir hann því það er svo mikið að gera hjá mér...hún er sko algjört yndi....
síðan var GEÐVEIKT fyndið...ég, edda og egill vorum að reikna hjá mér (eða allavega byrja) og pabbi kom fram á nærbuxunum (og hann er sko frjáslega vaxinn í Gaua litla style) og honum brá svo mikið þegar hann sá krakkana að ég hélt bara að hann myndi deyja...mér fannst þetta náttlega ógeðslega fyndið en ég held að honum hafi ekki fundið þetta jafn fyndið:)
Síðan fórum við í pottinn í gær og það var ofur gott, þrátt fyrir það að ég hafi verið ÓGEÐSLEGA þreytt vegna samtals við ákveðinn mann til klukkan fimm nóttina áður!
En jæja best að massa greininguna.....hott hott hott...ef þið viljið vita það, þá er ég núna í kafla 13.3., sem kallast Lagrange Multipliers og þetta er mjög mikilvægur og fróðlegur kafli....fyrir meiri vitneskju kíkið í Calculus eftir Robert A. Adams, bls 786:),
Með laplace kveðju,
ViktorjanInDaHouse
|


apríl 20, 2002
16:03


I want it that way
grrrrr varð að taka nokkur dónaleg próf í tilefni þess að ég er að lesa undir próf...ohh hvað ég vildi að ég væri að lesa undir svona próf:

Who's your Fellowship fella?

Tall, dark, and RUGGEDLY handsome!

sko það fer eftir því í hvernig skapi ég er í hvort mér finnist flottari, álfurinn eða aragorn en ég held að mér finnist álfurinn oftast flottari....ég veit ekki hvað það er en hann hefur eitthvað svona ohhhhhhh

Who's your Fellowship fella?

I love to FROLIC with the elves



What Condom Are You?

heheeheheh þessi myndi passa VEL á álfinum:)
Já og bara svo þið vitið það þá er orðið afskipt til....hahahahahaha

ViktorjanInDaHouse
|



12:34


good or bad, happy or sad
Jæja þá er maður officially byrjaður að læra undir greiningarprófið....ohh ég á svo skemmtilegt líf...góða veðrið er í lágmarki þannig ég er sátt!!!
Ég er líka búin að fá vinnu sem tollvörður í KEF, verst að ég verð ekki með handsome á vöktum en það verður víst að hafa það! Ætli ég geti hösslað út á einkennisbúninginn minn???....ég get allavega reynt og tekið einhvern í full physical......samt verst að kannski byrja ég ekki að vinna fyrr en 1. júní...ég vona bara að ég fái vinnu fyrr...annars verður júní svelt mánuður dauðans! ætli maður reyni síðan ekki að fá einhverja svona aukavinnu...veit einhver um eitthvað????
Jamm síðan kíkti maður aðeins á ungfrú ísland þar sem sílíkon var í miklu magni...skemmtiatriðin voru vægast sagt hræðileg...ég gat samt ekki hætt að hlæja af Jasmín atriðinu...hún er BARA hræðileg og þetta var SVO mæmað að það hálfa væri nóg og dansinn...my god! Hún er farin að minna mig skuggalega á indversku prinsessuna leonice....nema að hún MÆMAR EKKI!!!!!
Já og síðan er alltaf jafn gaman að sjá kjólana...flottustu kjólarnir voru að mínu mati náttlega Tyson kjóllinn (hver myndi afþakka versace kjól????? allavega ekki ég..það er ekki eins og hún hafi þurft að sofa hjá til þess að fá hann!!!) og síðan fannst mér Karen Millen kjóllinn alveg ógeðslega flottur (hann var svona svartur og virkilega eligant....I just fell in love þegar ég sá þann kjól)....annars var ég nokkuð sátt við úrslitin...hefði viljað sjá karen millen stelpuna í sæti og Önnu lilju en hún varð náttlega ljósmyndafyrirsætan þannig...En hvernig ætli það sé fyrir hana að taka þátt í svona fegurðarsamkeppni þar sem allar vinkonur hennar eru búnar að taka þátt í og þeim hefur gengið mjög vel í, það er svona viss pressa á henni!
Já mér fannst líka glatað þegar ég sá að þulurinn var í eins kjól og sem var í tískusýningunni mér fannst líka hræðilegt að sjá 40 ára gamla konu vera í eins dragt og var í tískusýningunni...hvað var málið???? Annars finnst mér fyrrv. ungfrú reykjavík vera alltaf jafn sæt og líka Íris sem er EKKI queen of the world..blablablabla barbie dauðans!
Verður maður síðan ekki að sjá myndina í skóm drekans???? hún er víst alveg brill..frændi minn er víst eitthvað með puttana í þessu þar sem hann á kvikmyndaskólann eða eitthvað solleiðis! þannig ætli maður fái ekki frímiða á frumsýninguna...en ég kemst ekki þar sem greinningarprófið mitt er daginn eftir...bömmer en sonna er þetta....
Hey og síðan vann bara mh morfís...þá held ég að þeir séu glaðir að hafa LOKSINS unnið...greyin! ég man þegar ég var framkv.morfís þá voru þeir ekkert sérlega góðir í samskiptum þ.e. mh-liðið...en það er kannski engin furða þar sem ég er verzlingur og við vorum að keppa á móti þeim þá...og við unnum....ég vissi samt aldrei hvort við áttum það skilið....en sonna er þetta..mig langar reyndar mjög mikið til að sjá þessa keppni en ég missti af henni þar sem ég var að "læra" greiningu!!! er þetta endursýnt...ef svo er hvenær???
jæja núna VERÐ ég að fara að læra...
búgý wúgý
ViktorjanInDaHouse
|


apríl 17, 2002
13:32


Þér er ekki boðið
djöfull er ég farin að fíla xxx rotweiler hundana....mér finnst þeir geðveikt góðir, ég ætla sko bókað að fara á tónleika með þeim í sumar það er nokkuð ljóst! Annars er lítið að gerast í mínum litla heimi, prófin nálgast óðfluga og það er ekkert spes...maður er alltaf að nota tækifærið að gera "síðasta hlutinn fyrir próf" þ.e. síðasta bíóferð fyrir próf, síðasta pottaferð fyrir próf os.frv. ég vona bara að það verði vont veður allan próftíman! þá er svona skárra að lesa..... sem minnir mig á það að á laugardaginn fór ég út um 19:00 sólin skein og allt í goody, ég hugsa með mér...best að vera svoldið sumarleg og ég fór í gallapilsinu mínu og sandölum...síðan þegar ég ætlaði heim um 1:30 þá var búið að snjóa svo mikið að ég þurfti að skafa af bílnum mínum og JÁ í fokking sandölum ég hélt að tærnar á mér ætluðu að detta af.....
Já og síðan gerðum ég, edda, haukur og egill málverk fyrir sigga í afmælisgjöf...við fjárfestum í striga (60*70cm) og máluðum myndina "fæðingu Hauks" sem er endurgerð á myndinni fæðing venusar.......Myndin gerði stormandi lukku og er búið að hengja hana í sjónvarpsherbergið hans sigga......bráðum koma myndir af gerð myndarinnar á netið þ.e.a.s. þegar siggi framkallar myndinar og skannar þær inn og setur þær á netið....:)
jamm og jæja...já og síðan fór ég á blade 2 og var hún bara fín, enda bjóst maður ekki við neinni óskarsverðlaunamynd en þetta var fín spennumynd og nóg af bardögum og sonna....en ég verð að segja að mér fannst nú wesley vera sætari í fyrri myndinni...hvort sem það er vegna þess að ég er núna orðin eldri og komin með betri (eða verri) smekk eða vegna þess að hann er orðinn ófríðari skal látið ósagt! Mér fannst nú reyndar samt vanta svona eina vonda, hot vampíru, einhvern svona fola eins og var í fyrri myndinni....því allar vampírurnar voru svo skratti ljótar að maður fékk bara ekkert út úr þessari mynd fantasíulega séð sko! en það verður víst bara að hafa það....það hefur bara ekki verið nein vampíra jafn flott og pittarinn enda er nú erfitt að komast með tærnar þar sem hann hefur hælana í kynþokka. úhhh ég ætla sko að horfa á þá mynd bráðum aftur:)
later
ViktorjanInDaHouse
|


apríl 13, 2002
21:41


I love the nightlife
Já ég fann þessa yndislegu mynd af bróður mínum þegar hann vann "besta búninginn" á öskudag fyrir ári...en þar gerði ég hann að ungfrú ísland og tókst bara mjög vel til...hér getið þið séð árangurinn:

Mér finnst hann persónulega alveg ógeðslega sætur en ef þið viljið fá að sjá hann í eigin umhverfi getið þið leitað hér.....
ViktorjanInDaHouse
|



13:47


you got to be good
Siggi...til hamingju með afmælið....en ég má til með að segja að það verða allir að vera góðir við hann í dag...ekki bara vegna þess að hann er afmælisbarnið heldur vegna þess að hann lenti í árekstri þegar hann var að skila tölvuteiknunarverkefninu okkar....
ójjj maður...núna fara prófin að byrja og mér finnst það bara ekkert spes...þannig það eina sem maður er að gera núna er að klára verkefni, klára að lesa, klára að reikna...klára,klára,klára.....en það sem hjálpar manni í gegnum þetta er að í fyrsta lagi er ömurlegt veður og þá nennir maður frekar að læra...og svo að það eru aðeins 28 dagar þangað til við erum búin með síðasta prófið!!! og þá verður sko tekið á því!
Annars tóku ég edda og haukur vidjó í gær..ég valdi myndina high heels lowlifes...og hún var vægast sagt ömurleg...það er orðið slæmt þegar maður þarf að hraðspóla yfir myndir sérstaklega þegar margir eru að horfa!!! þannig ég mæli alls ekki með henni...það verður langt þangað til að ég fæ aftur að velja mynd en mér til málsbótar þá vil ég segja að það voru eiginlega engar myndir inni!!
ohhh svo lenti ég í alveg hræðilega vandræðalegu atviki...ég var að hlaupa upp tröppurnar á vr2 og haldiði að ég hafi ekki misstigið mig og dottið og einhver strákur sem var að tala í símann (hrikalega indæll by the way) var alveg " er í lagi með þig" sem jók aðeins á skömmustu tilfinningu mína og ég alveg "já" að deyja úr skömm...ég virði þennan strák fyrir það að hann hló ekki neitt (allavega ekki meðan ég sá til) því að ég er ekki viss um (því ég er svo mikið kvikindi) hvort ég hefði getað það! en mér fannst þetta ekkert spes!
ójj og síðan var ég að velja mér grein til að gera úrdrátt út í tölvuteiknun og my god...þetta voru svona trilljón blöð sem maður átti að velja úr og ekki nóg með það að maður var bara heppinn ef maður skildi um hvað greinarnar voru um! ég og edda völdum loks eina m.t.t. hvað var vísað í marga og blaðsíðufjölda og jú ég skildi um hvað hún var...hún ber það áhugaverða heiti: "effects of frictional loss on bicycle chain drive efficiency" og hafiðið það!
en jæja núna neyðist ég víst til að gera eitthvað að viti...en ég held að það leiðilegasta í heimi til að læra núna sé lík og töl og ég neyðist til að gera það....ójjj þetta er BARA leiðilegt fag og er gert til þess að maður sofni yfir skruddunum!
Síðan erum ég, egill og haukur að gera geðveika gjöf handa sigga....I'll keep you posted!!!
ViktorjanInDaHouse
|


apríl 10, 2002
15:59


one life
Vá hvað ég er sammála þér !! En málið er að fólk sem hefur aldrei átt hund skilur þetta ekki og það er ekki hægt að útskýra þetta.....það er ótrúlega skrýtið þegar einhver hverfur frá þó að það sé "aðeins" hundur þá er hann búinn að vera partur af lífi manns geðveikt lengi!! Þegar Húgó hundurinn minn dó þá var ég geðveikt lengi að jafna mig! þannig ég get lofað þér því að það á eftir að verða ótrúlega skrýtið fyrir þig að fara heim næst. og hundurinn þinn er ekki þar....þannig það eina sem ég get sagt er að ég samhryggist þér!!!
ViktorjanInDaHouse
|



10:57


unforgettable
ohhh dagurinn í gær var alveg eðal...ég veit ekki afhverju en ég var bara í eitthvað svo góðu skapi þrátt fyrir að ég hafi verið að fara í próf og hafi kannski ekki gengið eins vel og ég hafi vonast til þá bara gat enginn tekið þessa gleði frá mér...kannski smitaðist ég líka aðeins af eddu þar sem hún átti afmæli var hún í alveg rjómalöguðu skapi...hún var líka svo ánægð með gjöfina frá okkur þó að hún hafi komið seint!!! Síðan jók það á gleði mína að vita að það var frí í dag í skólanum og líka á föstudaginn.....ohhh það er yndislegt!! Síðan skelltum við okkur í bláa lónið og var það alveg eðal...vorum þar með STÓRUM útlendingahóp, bretum og skotum, og var alveg ógeðslega gaman að hlusta á útlendingana tala saman, en þetta endaði með því að ég og edda ákváðum að skella okkur til Edinborgar næsta haust áður en skólinn byrjar!! Síðan eftir þetta þá fórum við á stælinn enda öll orðin mjög kvalin af hungri og ég fór næstum því að gráta pítan mín var svo góð....síðan fórum við að undirbúa leyndardómsfullu gjöfina hans sigga!!! má ekki segja meira:)
en jæja greiningar here I come
ViktorjanInDaHouse
|


apríl 9, 2002
15:01


Happy birthday mr president, happy birthday to you
Já hún edda skvís á afmæli í dag og vil ég óska henni innlega til hamingju með afmælið:)
ViktorjanInDaHouse
|


apríl 7, 2002
23:35


never ending story
já þá er allt byrjað á fullu aftur!!! í tilefni þess tókum við góða pásu um helgina...við styrktum magga og fórum í bíó á myndina Kate and Leopold sem var barasta fín afþreyging...svona rómantísk gamanmynd..fullt af "gömlum" konum þarna sem hlógu ógeðslega mikið og hrikalegt stuð hjá þeim, reyndar var Hugh Jackman einn þess virði að hafa séð myndina því ég komst af því að hann er ótrúlegt hönk....síðan í gær tókum við tvær vídjóspólur...ég og edda kvöldum strákana með því að taka bæði legally blonde og America's Sweethearts sem voru bara mjög fínar...maður þurfti ekki að hugsa neitt svakalega mikið - enda vorum við líka að sækjast eftir því!!...Síðan í dag kíkti ég í bíó með mömmu á A beautiful mind....og vá...ókey hún átti skilið óskarinn...hún er alveg mögnuð...og ég fór að gráta í endinn......í alvöru ég bjóst alls ekki við svona góðri mynd og Russell Crow sýndi alveg magnaðan leik!!!
þannig þetta var góð helgi sem nýttist líka vel námslega..við náðum að klára greiningardæmin, autocad, eðlisfræðiskýrslu og kíkja á burðinn þannig ég var sátt...síðan verður maður bara að fara að koma sér í gírinn fyrir prófin!!! god hvað ég hlakka til í sumar.....
já og síðan er það staðfest ég er að fara fá mér hund, hann kemur í byrjun júní til íslands og hann kemur frá svíþjóð...tegundin heitir afghan hound og við erum búin að skíra hann Ómar:)
hérna koma svo myndir af krúttinu!


En jæja best að fara að sofa..og síðan vil ég óska magga góðs gengis út á spáni og fær hann alla mína blautu kossa...
Síðan er ég búin að laga tenglana fyrir drottninguna mína!!!
ViktorjanInDaHouse
|


apríl 3, 2002
12:38


a little bit more
Já núna er fríið búið og líkami minn tók þeim fréttum ekki vel sem leiddi til þess að ég fékk gubbupest og komst ekki í skólann í morgun....stutt yfirlit yfir fríið: leti, gaman, gaman, leti, læra, djamm og nóg um það.
En svona smá - vá hvað ég er orðin mikið nörd..ég fór út að skemmta mér með elítunni á föstudaginn og geðveikt fjör og allt það.....en það sem mér fannst fyndnast af öllu var þegar ég og aðrir hermdu eftir Reyni Axelsyni kennara...þá sérstaklega fannst mér fyndið þegar fólk sagði df/dx eins og hann einn segir það.....og fannst mörgum nóg um...Síðan vil ég þakka magga og hauki fyrir að bjarga páskadegi og boðið mér í svona sætan og góðan páskamat....
já og god síðan var bróðir minn að fermast og þvílík læti og vesen....en sem betur fer er þessi dagur búinn....hann er síðan búinn að kaupa sér tölvu fyrir peninginn þannig maður á eftir að sjá lítið af honum næstu daga...ætli hann verði ekki mestmegnis á síðunni "vísi"........en þess má líka geta að hann fékk kíki..þannig að hann getur horft meira á okkur í pottinum:)
æ mar núna verð ég víst að fara að læra...þannig adios...og síðan smá fyrir egil..."cause if you were my girlfriend.......you should be my girlfriend"!!!! ég veit að þú fílar þetta!!!
Síðan fyrir þá sem vilja athuga hvað þeir þekkja mig vel, þá bjó ég til próf:
http://www.quizyourfriends.com/cgi-bin/yourquiz.pl?quizname=020402132316-f~pF6kk&email=þittmeil
það sem er feitletrað þar setur þú þitt eigið netfang....
en jæja
bæjú
ViktorjanInDaHouse
|



NamE: viktoría
WaS upE: CO og IES
kellingin: 23 11.nóv

Viktoría a.k.a Rán
WishList
Sunshine
Spader
Oliver Unfaithful
Smith
Hugh

CRAZZZZY tengzl
Bridget
siggabeib
VerzloGellur
Saumavelin
Lísa
Erla a.k.a. Gyða sól
Ágústa Ztjelling
enRíkey
ásta
Beckham
Sjabbsinn
mr. bjútíkvín
Strumpurinn
Kiddi rokkari
Egill
Edda
Hasselhoff Gellan
Gutti svikari
Birna
Kristin
Svan
Hulda
Gamall SkÍtur
PHOTOS