________________________ Is it coz I'm black ___________________
júní 27, 2002
19:07


fjúff mar
vá ég er búin að vera í langri pásu við bloggið en núna kem ég sterk til leiks...
það eina sem ég virðist vera að gera núna er að fara í bíó og síðasta myndin sem ég fór á var hugh myndin about a boy og hún var algjör snilld í anda bridget jones....hugh hefur aldrei verið jafn mikið hönk í dare say!
úff hvað ég er andlaus...er að fara að vinna alla helgina á kvöldvakt sem þýðir að ég get ekki gert neitt fyrir vakt né eftir...geðveikt stuð! En það sem heldur mér á lífi er að það er útborgunardagur á mánudaginn..reyndar verður tekinn skattur af mér þar sem ég gleymdi (lesist: nennti ekki) að fara með skattkortið mitt fyrr en í dag...en það reddast þar sem ég fæ það borgað í vikunni á eftir því ég er í skóla:) og síðan er ég að fara í klippingu ..jibbý...ætla nú reyndar ekki að gera neitt drastískt, kannski setja styttur og dekkja það aðeins ég er búin að vera svona blonde nógu lengi:)
Síðan kemur líka nýji hundurinn minn eftir viku...þvílík hamingja ég get ekki beðið eftir að fá hann....
Hey síðan fórum við nokkur að fá okkur ís og löbbuðum höfnina í reykjavík og þá voru einhverjir gaurar að skalla egg og eitthvað .. og einhver var að taka það upp, við veðjuðum á það að þetta væri eitthvað í sambandi við rugl.is og vorum því fljót að forða okkur í burtu..annars er alveg ótrúlegt hvað ég er búin að vera heppin með veður í fríunum mínum, sko það er eins og mar sé bara úglöndum:)
Ég get reyndar ekki beðið eftir fyrstu helginni í júlí því þá er ég að fara í verkfræði-útileigu með liðinu...vona bara að veðrið haldist gott, allavega þurrt ég bið ekki um meira...en segjum það
adios
ViktorjanInDaHouse
|


júní 20, 2002
04:54


Yfirsóðinn????
Nú held ég að yfirsóðinn sjálfur, sigga, hafi farið með það......ég var svona að skima yfir bloggsíðurnar og þegar ég ætla að fara á hennar síðu koma bara villuskilaboð um að það sé ekkert lengur síða þarna og ástæðurnar fyrir því eiga að vera
1) urlið vitlaust, sem er EKKI
2) eigandi síðunar hefur lokað henni, ég held að þessi ástæða eigi EKKI við
3) síðan hefði getað verið færð á annað url, ég held einnig að þessi ástæða eigi EKKI við
4) Síðan hefur verið tekin úr notkun vegna þess að eigandinn hefur brotið/misnotað tripod skilmálana.....þetta gæti náttlega verið ástæðan sérstaklega í ljósi þess að hún er nú yfirsóðinn og hefur nýlega birt mjög umdeilanlega atvinnuauglýsingu þar......Ég spyr bara "Sigga HVAÐ ER AÐ GERAST????"
Síðan er ég búin að klára harry potter og mér fannst hún fín, stefni á að klára bók númer tvö á næstu næturvakt....síðan tók ég líka tvær myndir í gær...from hell sem er fín afþreyging og corky romano sem var hræðileg en þó ekki jafn hræðileg og ég bjóst við, en samt alveg hræðileg...ég vona að þið skiljið:)
hehehe ég man líka þegar ég safnaði þessum....
I am



Find out which Garbage Pail Kid you are!


ViktorjanInDaHouse
|


júní 18, 2002
18:51


sorority boys
Ég fór á hana í bíó í gær og ég gjörsamlega grenjaði úr hlátri, vá hvað það er langt síðan maður hefur farið á grínmynd þar sem maður gat virkilega hlegið allan tíman, þvílík snilld.....ekki spillti fyrir að aðalleikarinn var ógeðslega sætur:)
Annars gleymdi ég því að óska öllum gleðilegs 17.júní....
Já og djammið stóð vel fyrir sínu, það var heavy til hægri og vinstri.....
ViktorjanInDaHouse
|


júní 15, 2002
19:43


H. Potter
er byrjuð að lesa potterinn...og hún virðist bara vera ágæt er allavega mun skemmtilegri en forritunarbókin mín sem ég er að fara að lesa!
Hvað er annars sætara en það að þegar pör eru að kveðjast á flugvöllum í alvöru mér finnst það alltaf of krúttlegt.....
ViktorjanInDaHouse
|



19:35


Múllha Ómar
er nafnið á nýja hundinum mínum sem ég fór að heimsækja í gær og hann er algjör krús...ég tók mér sko frí í vinnunn og fór með familíunni að skoða hundinn..það var lagt á stað klukkan sex og ég man ekki eftir mér fyrr en liggur við í hrísey því ég svaf allan tíman, síðan heilsuðum við upp á ómar en það var sko ekki bara ánægja heldur var líka innifalið í ferðinni stripp og sturta. Þ.e. þar sem við vorum að fara í einangrunarstöð urðum við að vera á nærfötunum og fara í einhverja svona græna einnota galla (heavy púkó ég taka ekki um þegar mar er í g undir!) sást smá í gegn! og í svona hvítum stígvélum....þegar mar var síðan búinn að skoða hann varð maður að fara í sturtu (og ég sem var nýbúin að blása á mér hárið - alveg mín heppni:))...síðan máttum við fara heim og brunuðum við aftur í bæinn....en þetta var alveg þess virði og svakalega gaman að fara í smá svona trip með fjölskldunni! rifrildi voru í lágmarki - right!
Hér koma tvær myndir af mér með honum, og sést gallinn fallegi vel.....


Síðan er þetta heimasíðan hjá ræktandanum okkar.....
Hey síðan gleymdi ég að minnast á það að ég er algjör ljóska...þegar ég var að fara á ísl-mak þá hélt ég að ég væri að fara á fótboltaleik...en það er ástæða fyrir því en hún er sú að maggi er að fara að spila við makedóníu seinna í júní og ég eitthvað ruglast við það...ég fór sko geðveikt vel klædd og skildi ekkert í því hvers vegna edda fór svona illa klædd lasin á leikinn:) en leikurinn var mjög skemmtilegur allavega seinni hálfleikur og var það alveg eðal að þeir skyldu vinna, suðu-Sigfús var sko í mesta stuðinu og ekkert nema gott um það að segja.....en talandi um íþróttir vá hvað danir voru ömurlegir í dag og vá hvað gaur númer níu í Paragvæ liðinu, ég held að hann heiti santacruz eða eitthvað solls, er fokking hot..ég hélt sko með þjóðverjum en bar að sjálfsögðu smá taugar til paragvæ vegna þokka liðsins enda er mun skemmtilegra að horfa á þá heldur en þjóðverja það verður að segjast...þess vegna er synd og skömm að mar fái ekki að sjá meira af þessum gaur á hm:),
Síðan fór ég í bíó um daginn á 40 days & 40 nights og hún var bara ágætis afþreyging og langt síðan mar hefur hlegið svona dátt á grínmynd, síðan spillir ekki fyrir hver leikur aðal hlutverkið...en hann er ekki bara með ágætis kropp heldur er hann algjör hjartaknúsari líka, þannig ég var sátt....
Síðan vil ég þakka togga fyrir að hafa keypt miða fyrir mig á travis tónleikana, hann er hér með af minni hálfu boðinn officially í elíthópinn, hann er allavega alltaf velkomin ef við erum að gera eitthvað heima hjá mér og þarf þá ekki að vera titlaðu leynigestur frekar en hann vill, en hann veit náttlega hvaða kvaðir gilda um leynigesti;) !!!!
Jamm og jæja núna er ég hætt enda verð ég bráðum að fara að sofa ef ég ætla að verða í gírnum á morgun - en þá ætla ég sko að taka á því í djamminu! heavy til hægri og vinstri!
ViktorjanInDaHouse
|



19:18


fyrsti í mongó
TJA, ég get ekki sagt annað en að bloggsíður elítunnar hafi bara lifnað við af værum blundi, meðan maggi reynir að ráða ráðskonu og vernda orðspor og heillindi mín, talar yfirsóðastelpan sjálf hún sigga um tungusleikingar og önnur svæsin málefni eins og fegurð fh-liðsins....mér finnst persónulega að síðan hennar ætti að vera bönnuð allavega innan tólf vegna sóðaskapar:)....Egill og Siggi sem ættu að fá verðlaun fyrir að vera besta parið (og fetar þeir ótrauðir í sambönd eins og t.d. C-3PO og R2-D2) tuða sem aldrei fyrr á sinn skemmtilega máta (þó má viðurkennast að hægt er að lýsa þessari rimmu á milli þeirra eins og Tysons og Lewis(eða Davíðs og Golíat)...þar sem Tyson átti aldrei séns, má þar helst vera vegna þess að lewis var í æfingu en sumir ekki..dæmi nú hver fyrir sig!!!), Síðan er alltaf gott að hafa einn sem aldrei breytist þrátt fyrir hverfulan heim, Haukur heldur áfram að upphefja sjálfan sig af miklum móð og tala niður til þeirra sem minna mega sín, enda væri það ólíkt eðli hans ef hann gerði það ekki, reyndar var hann mesta dúllan í gær og náði í skyrturnar fyrir mig og fær hann stórt knús fyrir það! Edda er hress að vanda og gætir lágmarks pirrings á hennar síðu um þessar mundir... vegna tíma og stöðu eddu í fyrirtæki sem hún vinnur í nær hún að koma með jafnar og góðar færslur....og er oftast frumkvöðull af prófunum skemmtilegu....
En í tilefni þess koma hér nokkur próf:





You are 40% evil! [?]


You're more good than evil, but not by much. You've drank straight from the carton of milk in the refrigerator, and maybe kicked the neighbor's cat, but you're still good. Kinda.


Which Kiss are You?

Which Kiss Are You?


What Seven Deadly Sin Are YOU? [?]

You're LUST! Sex, sex, sex! It's all you think about! You're not opposed to having more than one boy/girlfriend, and you're very flirtatious. You're represented by the color blue.




Find your emotion!




Who are YOU most like?

ViktorjanInDaHouse
|


júní 9, 2002
19:03


Áfram ísland.....
jæja þá er mar að fara á ísland-makedónía....siggi elska reddaði boðsmiðum handa okkur.....helgin er búin að vera viðburðarík....ég er nú reyndar ekki búin að vera í fullu fríi þar sem ég er búin að taka tvö útköll en það er bara kúl....
Á föstudaginn fór ég með Sonju í bæinn og vígði nýja vísakortið mitt, takk, takk.....Síðan fór ég á panic room, hún var allt öðruvísi en ég bjóst við (ég nefnilega bjóst við hrollvekju eftir trailerinn!!) en annars var þetta fín spennumynd, Jodie Foster var að skila sínu og kvikmyndatakan var very cool....Eftir það fórum við á kaffi Viktor...sem er verð ég að segja ömurlegasti staður sem ég hef farið á lengi! egill fær aldrei aftur að velja kaffihús...það er nokkuð ljóst....sko fyrst var mjög nice að vera þarna, tónlistin alls ekki of há og við vorum bara að spjalla síðan smá saman hækkaði tónlistin og furðulegt fólk tók að bera á staðinn....einn kani sem dansaði eins og bangsinn í duracell batterí auglýsingunni (alltaf alveg eins) og síðan tveir latino gæjar með mjaðma og rassa (ricky martin syndrom eins og mar kallar það) sveiflurnar á hreinu, síðan var ein kona að dansa en hún var fljót að forða sér þegar hún sá síðan grænlendinginn sem kom, hann var í loparpeysu og mjög smekklegu leðurvesti yfir því, hann átti þó nokkrar góðar sveiflur. Síðan sáum við viktors-fíflið sem ætlaði að reyna við magga en hann vissi alveg hvað átti að gera og vísaði honum á egil....Egill var náttlega eins og kúkur sérstaklega í ljósi þess að maðurinn dró hann að sér og spurði hvort hann vildi ekki koma að dansa við sig..veistu ég DÓ úr hlátri!!! Eftir þetta hræðilega kaffihús fórum ég og edda á röltið og kíktum á marga staði..s.s. kaupfélagið (sá frikka weisesnigh, gísla martein, hafstein ræðuchamp., o.fl.), nellys (gerðum heiðarlega tilraun til að dansa en því miður þá var tónlistin ekki við okkar hæfi en samt fínt að kíkja), prikið, vegamót(þar sem ein gellan tróðst sko þvílíkt yfir mig og eddu því hún var að reyna að ná í skottið á einhverjum myndavéladúd þarna, hún hefur sennilega haldið að maður verði meiri gella ef það kemur svona mynd af manni á einhverjum vefsíðum!!!), málarann (þar sem voru bara karlmenn yfir 40 og sennilega á ráðstefnu þar sem þeir voru allir með nafnspjöld, ekki nema þetta hafi verið eitthvað svona blind date mingle dæmi, svona eins og er gert fyrir ríkja menn í USA...heheheh hefði það ekki verið fyndið og týpiskt fyrir mig og eddu að lenda í því:)), við reyndar sáum eftir því að hafa ekki kíkt á 22 og vídalín því við bara gleymdum þeim!
Síðan í gær þá náttlega urðum við að horfa á bardagann.....við ætluðum að byrja að horfa á enigma en síðan bilaði spólan og engin önnur var inni (okkar heppni) þannig við enduðum á að horfa á ace ventura (sem var fyndin en því miður fyndnari í minningunni) og bridget jones's diary (darcy er BARA hönk og eftir því sem ég horfi á myndina oftar fer ég að verða meira og meira sammála siggu beib um colin firth......hann er algjört hönk og hann er allt sem kona vill!)
Síðan komu maggi og siggi til okkar eddu og við sáum Lewis pakka Tyson saman...ég var farin að vorkenna greyinu, hann átti ekkert í Lewis, sem er hönk by the way:) En jæja best að fara að drífa sig á leikinn, og síðan að berja sig niður (það þýðir að ég þarf að fara að reyna að sofa snemma því ég er að fara á vakt á morgun klukkan SEX)....
l8ter
ViktorjanInDaHouse
|


júní 6, 2002
17:57


helgarfrí..mmmmmmm
ohh það er of gott að vera komin í helgarfrí:) En samt er svo lítið að tala um....hmmmmm ohhh sorry ég nenni ekki að blogga ég ætla að leggja mig....
ps. fór á high crimes...ágæt afþreyging ekkert meira en það!!
og

24

I act like I'm 24.
This test was brought to you by James - Part of the David and James phenomenon. Take it here.


hmmm who would have thought that!
ViktorjanInDaHouse
|


júní 4, 2002
01:52


ja man
jæja, vinnan gekk bara fínt og var alveg óþarfi að vera eitthvað kvíðin...ég kynntist fullt af fólki og virðist vaktin mín vera full af fínu fólki:) Annars ætla ég minnst að tjá mig um vinnuna þar sem það er sennilega ekki vel séð! En ég get sagt ykkur það að vá hvað ég vona að ég verði á vakt þegar travis koma til landsins, ég held að ég eigi þá bara eftir að deyja úr spenning en með minni heppni gerist það ekki, það stoppar mig samt ekki í því að fara á tónleikana því þeir verða sko massaðir..jíha
Áðan vorum ég og gengið geðveikt dugleg, sökum veðurs fórum við og fengum okkur ís og fórum svo að labba í hrauninu...það var geðveikt stuð, það var svo gott veðrið og falleg náttúran og dýralífið þó sáum við aðeins votta fyrir afbrigðilegum andaráhuga hjá einum í hópnum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hjá honum til að fela það - en við vitum:)
dísös síðan fer ég nú brátt að lesa upp tölvunarfræði 1, hamingja, hamingja, hamingja.......
ViktorjanInDaHouse
|


júní 1, 2002
05:16


Viktoría, það er ræs
þetta voru fyrstu orðin sem ég heyrði í morgun, ég er núna orðin vinnandi manneskja þar sem þetta er fyrsti dagurinn í vinnunni minni! Auðvitað er ég smá kvíðin en þetta hlýtur að verða í lagi - ég meina ég var nú kassadama í hagkaup og eftir það getur maður allt:)
Já og síðan get ég glatt ykkur með því að ég náði öllum prófunum...yesss og þarf því aðeins (lesist: ullabjakk) að lesa upp tölvunarfræði 1 en það verður í lagi því það er fullt af hönkum búnir að bjóðast til þess að aðstoða mig:)
Í gær var bara slappað af enda var ég svo sybbin, ég hefði ekki getað gert neitt af viti - ó jú ég sótti um mitt fyrsta eigið visa - kort (á sko svona hliðarkort hjá mömmu og pabba)...ég veit ekki hvort það er jákvætt eða neikvætt....Síðan póliseruðum við Sólveig íbúðina hennar og horfðum á Bandits og hún var bara þrusugóð...en núna verð ég að drífa mig annars verð ég of sein fyrsta vinnudaginn minn og það er ekkert vinsælt!!!
adios
ViktorjanInDaHouse
|



NamE: viktoría
WaS upE: CO og IES
kellingin: 23 11.nóv

Viktoría a.k.a Rán
WishList
Sunshine
Spader
Oliver Unfaithful
Smith
Hugh

CRAZZZZY tengzl
Bridget
siggabeib
VerzloGellur
Saumavelin
Lísa
Erla a.k.a. Gyða sól
Ágústa Ztjelling
enRíkey
ásta
Beckham
Sjabbsinn
mr. bjútíkvín
Strumpurinn
Kiddi rokkari
Egill
Edda
Hasselhoff Gellan
Gutti svikari
Birna
Kristin
Svan
Hulda
Gamall SkÍtur
PHOTOS