________________________ Is it coz I'm black ___________________
maí 29, 2003
21:51


leti
ég er búin að vera svo löt á öllum sviðum núna síðustu daga....ég fékk nóg af netinu eftir próf og hef því þjáðst af mikilli bloggleti....ætla að bæta úr því....ég hef ekki farið í ræktina því ég næ alltaf að detta í sjálfsvorkun...arrg stundum vildi ég að ég gæti virkilega sparkað í mig.....ég hef lítið djammað því ég nenni ekki að bíða í röðum og punta mig og því það eina sem ég hef gert er að horfa á sjónvarp og lesa....sem er svo sem ágætt eftir próftörnina....Ég þarf nú að fara að gera einhvern skipulegan lista yfir hvað ég vill fara að gera við mig og mitt líf...það gengur ekki að vaða í villu og vandamálum eins og fífl....ahhh eftir helgi
Ég er byrjuð að vinna í báðum vinnunum mínum og er það mjög fínt. Mér líst bara ágætlega á þetta sumar þótt sveitasæludraumurinn hafi farið fyrir bý....ég lifi á því að ég er að fara í DTU í lok ágúst, er búin að fá erasmus en á reyndar eftir að fá inngöngu í DTU - vona ða ég fái ekki nei!....vá það verður mongó gaman....Annars líst mér vel á vaktirnar mínar og fólkið sem ég er að vinna með er mjög skemmtilegt....það gerir hlutina óneitanlega mun skemmtilegri því það munar að hafa góðan móral...missi reyndar af 2 snillingum sem ég var með í fyrra en maður fær ekki allt;-)
Prófin hafa gengið vonum framar en ég á enn eftir að fá út úr einu...ég er farin að svitna og vona að örtölvan verði ekki endurtekin aftur nú (þetta er svona svipaðar aðstæður...var búin að fá að vita úr öllum "erfiðu" prófunum og hafði náð þeim...síðan féll ég í prófi sem ég hélt svo innilega að ég hefði ekki fallið í + það kom mjög seint.. alveg eins og núna)....það er nóg að þurfa að fara í 1 sumarpróf...ahhh mental note: byrja að fara að lesa undir það....
En highlætið er að ég er að fara til ísafjarðar á morgun...Hulda beibí ætlar að vinna fyrir mig og ef allt fer as planned þá munum við hafrún leggja af stað um 16:30 á morgun ....vúhú
úff síðan gerðust undur og stórmerki þegar ég var að vinna seinustu helgi - hjartað mitt tók kipp....díses það er svo langt síðan það hefur gerst að ég panikkaði;-)

ViktorjanInDaHouse
|


maí 19, 2003
02:13


go figure




Þú ert harður í frjálshyggjunni og unir hag þínum vel undir núverandi ríkisstjórn! Verst að þú ert nett hrokafullur, en hey, þú ert við völd! Þú kýst Sjálfstæðisflokkinn!



Hvað kýst þú?





Annars er ég búin að skemmta mér svo vel síðan á fimmtudaginn jehh - fyrir utan sjálft prófið sem mér gekk ömurlega í en.....
Síðan var glápt og kjaftað á fimmtudagskvöldið með nokkrum gellum og var það afskaplega ljúft...á fösdudaginn var síðan farið í partý til gumma og co....þar var þrusustuð...þar sem stóð upp úr: I like big butts dansinn minn, raksápa, það hefur verið allt svo langt, macdonalds, hetjan, go shawty og I lov jú yes æ dú......algjört snilldarkvöld sem þarf að endurtaka sem fyrst:)
Síðan á lau fór ég í bíó á krúttlegu myndina how to loose a guy - og mín spurning hversu mikið hönk er Matthew...???? Síðan var farið í smá stelpupartý til kristínar og var það afskaplega huggó þrátt fyrir mikla þynnku í mér:)
Síðan byrjaði ég að vinna í dag og var það fínt, gekk bara vel - en það var brjálað að gera...það er bara fínt þá líður tíminn hraðar...
Síðan á morgun ætla ég að njóta þess að þurfa ekki að gera neitt...glápa á vídjó, rækta mig og taka til í skápunum mínum.....ahhh langar samt ekki að fara að takast á við einkunargrýluna:(
æ fökk ég er farin að sofa
ViktorjanInDaHouse
|


maí 12, 2003
18:18


GARG
það er ekkert verra en að ganga illa í prófum sem mar á að fá hátt í ... er búin að lenda í þrem svoleiðis prófum núna og ég er orðin leið á því.....:( nenni ekki að endurtaka alla önnina í sumar...
ViktorjanInDaHouse
|


maí 10, 2003
18:51


einbeitingarleysi dauðans
ARRRG þetta hefur verið versti próflestningadagurinn minn so far þar með talið dögunum í augnveseninu.....GARG sem betur fer er "létt" próf næst en með minni heppni verður það erfitt og ég fell....mig langar að kíkja á kosningavökur og partý en því miður get ég það ekki því ég er búin að vera svo ódugleg:( nenni svo innilega ekki að læra í dag og ég nenni svo innilega ekki að læra undir þetta próf......ohhhhh *sigh*
ViktorjanInDaHouse
|



14:03


X-D
Þá er mar búinn að kjósa og síðan er bara að bíða og vona það besta. Ég held að þetta sé fyrsta skipti sem ég er virkilega spennt og kvíðin í kosningu....
ViktorjanInDaHouse
|


maí 9, 2003
18:18


oll thögd át
Já ég fór í dag aftur upp á slysó og thög plásturinn minn var tekinn af ásamt restinni af saumunum...jibbý þar með er ég búin að láta taka allt úr mér og má sturta mig eins og ég vil:) Núna er ég farin að líkjast harry potter með hverjum deginum sem líður...stóra örið mitt er nefnilega eins og þruma í laginu...sko fyrst kemur svona langur gaur og síðan skiptist það í tvennt á augabrúninni svona eins og þruma....þannig ég ætti kannski frekar að skíra mig Viktoríu Potter heldur en einhvern thög...ætli það geri ómar þá ekki að Voldemor.....en það er allt í lagi því hann er sko hönk í harry potter myndinni....ég veit svo sem ekki hvað ég ætti að galdra....kannski get ég reynt að galdra til mín stráka á föstudaginn eða háar einkunnir.....aldrei að vita....
En djöfull var maðurinn minn að standa sig vel í gær, hann er svo að meika það sem sterka, þögla listræna týpan....hann er æði nó dábt abát it....en jæja ég ætla reyna að hespa framleiðsluferli af í dag svo ég geti byrjað á framleiðslu og tæknibúnaði jibbý bara 2 próf eftir og aðeins 6 dagar eftir....annars ætla ég að hitta my thögfriend í kvöld yfir kassanum þannig ég verð að vera dugleg að læra...pís át
já og gleymdi einu I LIKE BIG BUTTS AND I CAN'T DENY IT
ViktorjanInDaHouse
|


maí 8, 2003
16:37


bíats
jejejeje þegar ég fór á slysó í gær fékk ég thög plástur á augað...mér líður núna eins og nelly það eina sem vantar eru gullkeðjurnar og víðubuxurnar...ég held að ég geti bara sjálfkrafað farið að rappa...
jó jó jó Viktoría Thög in da house....go shorty go shorty jó zhiva and drink baccardi and liver....er þetta ekki ég???? Síðan ætlar nielsen að koma tú mæ thög mansion á eftir að horfa á kassann....pís át
ViktorjanInDaHouse
|



11:14


dæjet og annar vibbi
jæja þá er bólgan öll að minka, búið að taka úr saumana og ég er hætt að líkjast fílamanninum....my evil eye er eiginlega farið.....ég get ekki sagt að það sé eftirsjá í því:) Ég held að ég eigi bara eftir að verða fín eftir viku þegar prófin eru búin....jíha
Síðan ætla ég að biðja alla afsökunar fyrirfram ef ég verð skapvond ég og familían erum byrjuð í diet....hrikalegt stuð:) Sem þýðir bara eitt...hvítvín eða vodki í sumar...no beer for me.....
Jey og síðan er ég búin að fá vaktatöfluna mína, mér líst bara mjög vel á hana en það getur verið að ég reyni að skipta því þá get ég verið með birgittu og þá getum við skipst á að fara á bíl, sem munar heavy miklu...Annars hef ég ekkert heyrt með vinnuna...vona að það komi bráðum í ljós - ég er nú samt alveg komin inn á það að ef ég fæ ekk neitt þá er það bara ágætt líka þá getur mar hvílt sig....eða eitthvað:Þ
Jibbý síðan er ég búin að panta í klippingu og plokkun og litun 16.maí...þannig ég ætti að verða skvísa á djamminu:) Annars hjálpaði mamma mér að þvo á mér hausinn í gær - ohhh man it felt so good....ég bara var búin að gleyma hvað það getur verið gott að þvo hausinn á sér - hef ekki mátt þvo hann síðan á fimmtudaginn því það voru nokkur spor í hausnum + læknirinn sagði að ef það myndi eitthvað koma í hin sárin þá hefðu örin getað orðið stærri og ég vildi sko ekki taka þá áhættu þannig ég var góð stelpa og hlýddi lækninum....ahhhh jæja læra .... ég meika eiginlega ekki fleiri próf...þessi prófatörn er búin að vera í algjöru móki hjá mér og ég geri mér engan vegin grein fyrir því hvernig mér á eftir að ganga - evil eye afsökunin mín er bara ekki að kötta það...mig langar að ná;)
jæja málmsteypa og önnur skemmtilegheit:)
ViktorjanInDaHouse
|


maí 7, 2003
01:32


html
ekki vinur minn núna skemmdi óvart síðuna mína þegar ég var að laga tenglalistann minn í flýti...læt þetta samt vera svona og laga eftir próf eða á morgun.....fleble
ViktorjanInDaHouse
|



01:14


ég nenni ekki
vá hvað ég er ekki að nenna í þetta próf á morgun - síðan er mig farið að klæja undan saumnum, ég er hætt á sýkladrepandi og því ætla ég að þramma til hjúkku á morgun og freista þess að láta taka úr mér saumana....amk litlu sporin og vonandi á auganu því mig klæjar ógó mikið í það:(
Síðan er kiddi kominn með síðu, smellti linki inn á hana..úff ætli það sé ekki movís á morgun...þrátt fyrir my eightees eye...sko það er ekki jafn bólgið og áður og nýtt litabrigði komið í það þannig það er eiginlega ekki Evil lengur...:)
Síðan í dag var ég ekkert smá mikið handy andy þar sem ég hjálpaði pabba að skrúfa 2 hurðar af og bera huge nýja ískápinn okkar inn...vú hú get ekki beðið eftir nýju eldhúsinnréttingunni...sérstaklega í ljósi þess að allt er í rústi núna
yes og ég er komin held ég bara með "djamm" fim-lau eftir próf:)
ViktorjanInDaHouse
|


maí 6, 2003
14:56


Ja hérna jón og allir hans vinir
aparantly er komin einhver þvílík kjaftasaga um mig - eða réttara sagt ekki mig heldur aðstæður mínar....
Leiðréttið 4 staðreyndarvillur í eftirfarandi setningu:
Viktoría var full að bregða stóra Dana hundinum sínum og hann beit hana í andlitið
...systir vinkonu minnar heyrði þessa sögu frá stelpu sem er í mk - gat það verið langsóttara??????
heheheheheh frekar fyndið að ég hafi átt að vera full á fimmtudagsmorgun, sérstaklega í ljósi þess sem ég er í miðjum prófum og fer varla út fyrir hússins dyr...
Vá hvað ísland er lítið land en sem betur fer er þetta örugglega orðið svona myth....veit enginn hver ég er en sagan verður þeim mun stærri.....hefur fólk virkilega ekkert annað að gera?
Ég verð að gefa öllum sem kjafta um mig - my Evil eye....heheheh og ég er sko virkilega með evil eye núna! þannig passið ykkur!
ViktorjanInDaHouse
|



00:16


Fyndið hvað fólk getur verið skemmtilega ónærgætið
ViktorjanInDaHouse
|


maí 5, 2003
16:02


dópið mitt
Ég var að komast af því að lyfjakokteillinn minn veldur flökurleikanum sem ég er búin að vera með.....það er svo sem ágætt að hafa komist af því...annars get ég glatt alla með því að ég sé enn þá og er ekki orðin þreytt....þetta þýðir að ég ætti að geta þolað prófið á miðvikudaginn...síðan verða saumarnir sennilega teknir eftir prófið eða á fimmtudaginn.....
Fyndið...þegar ég var sem bólgnust var það eina góða sem ég gat gert var að strjúka blautum eyrnapinna í augað...ömmm þe strjúka þar sem augnlokið og gaurinn mættust...síðan komst ég af því að þegar ég sá augað mitt aðeins betur að ég hef rispað augað í öllum látunum....en það verður alveg í lagi...þetta er bara svo týpískt....mér fannst þetta gott og var því alltaf að gera þetta - þetta létti á þrýstingnum en nei þá var ég að rispa augað mitt:(
Annars er ég geðveikt pirruð á því að ég er enn frekar mikið bólgin í höfðinu fyrir ofan vinstra augað og er þar af leiðandi eiginlega tilfinningalaus þar...ég finn að mér klæjar en þegar ég klóra mér finn ég ekki neitt....frekar pirrandi....
ViktorjanInDaHouse
|



11:51


aha
Jæja það gekk nú ágætlega að læra í gær þrátt fyrir engin augu - ég lét bróður minn (sem er CS sjúkur) lesa upp fyrir mig glósurnar mínar meðan ég lá upp í rúmi með lokuð augun....frekar fyndið...þegar honum var farið að leiðast þá talaði hann svo hratt og óskýrt og ég alltaf bara...take it from the top....æ hann er svo mikið krús......síðan skipti mamma við hann um kvöldið þegar hann var orðinn frekar þreyttur.
Annars er bólgan að minnka og ég er farin að geta notað augað eitthvað að viti - veit ekki hvað ég get enst lengi.....það er orðið fallega gult og fjólublátt á litinn...og bólgan á kinninni er að hjaðna enn er enn frekar mikil þar sem saumurinn er á augnlokinu.....
Síðan mér til mikillar gleði var ég að byrja á túr þannig núna þarf ég að auka lyfjaskammtinn aftur...og ekki nóg með það þá er mér flökurt og ég er ógeðslega bólgin alls staðar - stelpur vita hvað ég meina....núna virka ég ekki bara eins og mér hafi verið missþyrmt heldur líka eins og ég sé ólétt....ekkert sérstaklega skemmtilegt.....
En jæja ég ætla að reyna að fara að læra - ég fæ sérstofu á miðvikudaginn en hún verður í sama húsi og hjá hinum krökkunum þannig ég veit ekki hvað það gagnast mikið.....en við sjáum til.....ég fæ sennilega líka smá aukatíma....þessir prófessorar í hí eru æði, rosalega hjálpsamir þegar eitthvað bjátar á - reyndar er ég bara búin að tala við tvo en báðir búnir að vera æði:)
smá próf svona í tilefni flökurleikans;)

If I were a boy band I would be...


The Beatles

This quiz was created by Krazy K. Take it here!



ViktorjanInDaHouse
|


maí 4, 2003
15:11


The Storý
Ég hef mikið verið að pæla hvort ég eigi að tjá mig um þessa miklu skömm sem liggur á mér núna. Ég er mikil hundamanneskja ég elska hunda og á 3 sjálf. Ég sýni þá og hef mjög gaman af þeim. Sennilega er skömmin þess vegna enn meiri því ég hefði átt að vita betur og þetta hefði alls ekki átt aðgerast ef ég hefði verið skynsöm. En þannig er mál með vexti að ég var að pirra hundinn minn meðan hann var sofandi....hann urraði aðeins á mig en ég lét ekki segjast og hélt áfram að pirrast í honum.....þangað til hann fékk nóg og glefsaði einu sinni í andlitið á mér (gerðist á 1 sekúntu).....ég fékk algjört sjokk....það var blóð út um allt og ég öskraði og öskraði í náttúrlega algjöru panikki.....pabbi hélt að ég hefði misst augað og ég líka þangað til ég gat opnað augað og sá eitthvað annað en blóð. Það var blóð út um allt og kannski jók það á panikkið á mér...pabbi flýtti sér með mig út á slysó...þegar á slysó var komið beið ég í röð eins og pen dama haldandi þvottapoka utan um höfuðið sem var út ataður í blóði.....það var annað fólk á undan mér, ég sá það ekki því ég sá ekkert á þessum tímapunkti nema blóð....ég heyrði að konan í afgreiðslunni spurði hvað væri að hjá þeim...jú konan hans hafði stungið sig og þurfti eitt spor....síðan spurði önnur kona hvað væri að mér, ég tók niður þvottapokann og þá sagði greyið maðurinn við hliðina á mér í algjöru sjokki “hún má vera á undan”....ég var drifin inn í stofu, blóðið þrifið og athugað hvort væri í lagi með augað á mér – sem betur fer var í lagi með það!, mjög indæll læknir saumaði mig og deyfði...það þurfti að deyfa mig svona 10 sinnum víðsvegar um andlitið....síðan var hafist handa við saumaskapinn þar sem mér var tjaslað saman...heildar útkoma.....ég er með ca 30 spor í andlitinu, eitt stórt á augnlokinu annað á enninu (það er stærst og í laginu eins og hálfmáni) og síðan var ég líka með í hársverðinum nokkur lítil sár sem þurfti bara eitt eða tvö spor. Núna sé ég ekki neitt á vinstra auganu því það er svo bólgið, það er eins og ég hefi lent í slagsmálum. Ég lít samt bara á björtu hliðarnar – að ég sé:) en það versta er að þetta er í miðjum prófum og get ég lítið lesið með aðeins annað í lagi. Síðan verður sennilega hægt að laga örið á enninu hjá lýtalækni seinna....en ég segi ykkur meira um þetta allt saman seinna.....gott að láta bara alla vita hvernig fór þá þarf ég ekki að segja sögun aftur og aftur þegar fólk sér mig og heldur að mér hafi verið misþyrmt:) og jú ég er harðákveðin í halda elsku sæta hundinum mínum því þetta var mér að kenna - ég nenni ekki að heyra neitt vont um hann.....
ViktorjanInDaHouse
|


maí 2, 2003
16:51


Viktoría "Left eye" Jensdóttir
Hvað ætli fréttirnar séu lengi að berast??? eða ætti ég kannski bara að come clean hér og nú...ég held ekki....mér líður eins og fílamanninum...páll er æði og sennilega uppáhalds prófessorinn minn.....er að fara í sækó próf á morgun reynar hjá páli en ég þarf kraftaverk til að ná...nielsen ætlar að hjálpa mér í kvöld og síðan er bara að vona það besta. Annars er ég ekkert í svo miklum mínus þetta gæti verið verra en ég vil samt þakka öllum fyrir góðan stuðning....
ViktorjanInDaHouse
|



NamE: viktoría
WaS upE: CO og IES
kellingin: 23 11.nóv

Viktoría a.k.a Rán
WishList
Sunshine
Spader
Oliver Unfaithful
Smith
Hugh

CRAZZZZY tengzl
Bridget
siggabeib
VerzloGellur
Saumavelin
Lísa
Erla a.k.a. Gyða sól
Ágústa Ztjelling
enRíkey
ásta
Beckham
Sjabbsinn
mr. bjútíkvín
Strumpurinn
Kiddi rokkari
Egill
Edda
Hasselhoff Gellan
Gutti svikari
Birna
Kristin
Svan
Hulda
Gamall SkÍtur
PHOTOS