![]() This quiz was created by Krazy K. Take it here! The Storý Ég hef mikið verið að pæla hvort ég eigi að tjá mig um þessa miklu skömm sem liggur á mér núna. Ég er mikil hundamanneskja ég elska hunda og á 3 sjálf. Ég sýni þá og hef mjög gaman af þeim. Sennilega er skömmin þess vegna enn meiri því ég hefði átt að vita betur og þetta hefði alls ekki átt aðgerast ef ég hefði verið skynsöm. En þannig er mál með vexti að ég var að pirra hundinn minn meðan hann var sofandi....hann urraði aðeins á mig en ég lét ekki segjast og hélt áfram að pirrast í honum.....þangað til hann fékk nóg og glefsaði einu sinni í andlitið á mér (gerðist á 1 sekúntu).....ég fékk algjört sjokk....það var blóð út um allt og ég öskraði og öskraði í náttúrlega algjöru panikki.....pabbi hélt að ég hefði misst augað og ég líka þangað til ég gat opnað augað og sá eitthvað annað en blóð. Það var blóð út um allt og kannski jók það á panikkið á mér...pabbi flýtti sér með mig út á slysó...þegar á slysó var komið beið ég í röð eins og pen dama haldandi þvottapoka utan um höfuðið sem var út ataður í blóði.....það var annað fólk á undan mér, ég sá það ekki því ég sá ekkert á þessum tímapunkti nema blóð....ég heyrði að konan í afgreiðslunni spurði hvað væri að hjá þeim...jú konan hans hafði stungið sig og þurfti eitt spor....síðan spurði önnur kona hvað væri að mér, ég tók niður þvottapokann og þá sagði greyið maðurinn við hliðina á mér í algjöru sjokki “hún má vera á undan”....ég var drifin inn í stofu, blóðið þrifið og athugað hvort væri í lagi með augað á mér – sem betur fer var í lagi með það!, mjög indæll læknir saumaði mig og deyfði...það þurfti að deyfa mig svona 10 sinnum víðsvegar um andlitið....síðan var hafist handa við saumaskapinn þar sem mér var tjaslað saman...heildar útkoma.....ég er með ca 30 spor í andlitinu, eitt stórt á augnlokinu annað á enninu (það er stærst og í laginu eins og hálfmáni) og síðan var ég líka með í hársverðinum nokkur lítil sár sem þurfti bara eitt eða tvö spor. Núna sé ég ekki neitt á vinstra auganu því það er svo bólgið, það er eins og ég hefi lent í slagsmálum. Ég lít samt bara á björtu hliðarnar – að ég sé:) en það versta er að þetta er í miðjum prófum og get ég lítið lesið með aðeins annað í lagi. Síðan verður sennilega hægt að laga örið á enninu hjá lýtalækni seinna....en ég segi ykkur meira um þetta allt saman seinna.....gott að láta bara alla vita hvernig fór þá þarf ég ekki að segja sögun aftur og aftur þegar fólk sér mig og heldur að mér hafi verið misþyrmt:) og jú ég er harðákveðin í halda elsku sæta hundinum mínum því þetta var mér að kenna - ég nenni ekki að heyra neitt vont um hann..... Viktoría "Left eye" Jensdóttir Hvað ætli fréttirnar séu lengi að berast??? eða ætti ég kannski bara að come clean hér og nú...ég held ekki....mér líður eins og fílamanninum...páll er æði og sennilega uppáhalds prófessorinn minn.....er að fara í sækó próf á morgun reynar hjá páli en ég þarf kraftaverk til að ná...nielsen ætlar að hjálpa mér í kvöld og síðan er bara að vona það besta. Annars er ég ekkert í svo miklum mínus þetta gæti verið verra en ég vil samt þakka öllum fyrir góðan stuðning.... NamE: viktoría WaS upE: CO og IES kellingin: 23 11.nóv Viktoría a.k.a Rán
WishList
Sunshine Spader Oliver Unfaithful Smith Hugh
CRAZZZZY tengzl
|